Fara í efni

Eimskip óskar eftir samstarfi um hafnarþjónustu á Húsavík

Málsnúmer 201308035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eimskip þar sem óskað er eftir samstarfi um hafnarþjónustu á Húsavík. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og vísar því til hafnanefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Fyrir fundinum lá bréf frá Eimskipi þar sem félagið lýsir yfir áhuga á að bjóða fram þjónustu sína varðandi hafnarvinnu á Húsavík í tengslum við væntanlega stóriðju og aðra atvinnuuppbyggingu á svæðinu og að koma að vinnu um þróun og uppbyggingu hafnarsvæðisins og þeirrar starfsemi sem þar verður. Eimskip lýsir einnig yfir áhuga á því að gera langtímasamning við Húsavíkurhöfn um hafnarvinnu fyrir PCC og önnur fyrirtæki sem verða með starfsemi á svæðinu. Framkvæmda- og hafnanefnd lýsir sig reiðubúna til viðræðna við Eimskip.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 34. fundur - 09.10.2013

Formaður og hafnastjóri gerðu nefndinni grein fyrir viðræðum við fulltrúa frá Eimskipi en þeir komu til Húsavíkur mánudaginn 30. september.