Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Snædísi Gunnlaugsdóttur, Húsavík
Málsnúmer 201304002
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 71. fundur - 04.04.2013
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Snædísi Gunnlaugsdóttir, f.h. Gestahús cottages.is ehf. um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga á Kaldbakskoti, Kaldbak, 640 Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi geri slíkt hið sama.