Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, ósk um umsögn, reglugerð um náttúruvernd
Málsnúmer 201302082Vakta málsnúmer
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn f&h um reglugerðardrög í samræmi við b.-lið 2. mgr. 6. gr. laga nr 44/1999 um náttúruvernd sem hljóðar svo: "<A name=G6M2L2>b. eftirlit með því að náttúru landsins sé ekki spillt með athöfnum, framkvæmdum eða rekstri, að svo miklu leyti sem slíkt eftirlit er ekki falið öðrum með sérstökum lögum; [ráðherra]<SUP><FONT size=-1>3)</SUP> skal, að höfðu samráði við aðrar stofnanir og aðila sem fara með eftirlit samkvæmt sérstökum lögum, setja í reglugerð nánari ákvæði um eftirlit stofnunarinnar,</A>" Umsögnin skal berast eigi síðar en 11. mars.Framkvæmda- og hafnanefnd mótmælir þeim knappa tíma sem sveitarfélögum er ætlaður til umsagnar málsins.
2.Guðrún Erla Jónsdóttir, ósk um hraðatakmarkandi aðgerðir á Garðarsbraut, Húsavík
Málsnúmer 201303052Vakta málsnúmer
Guðrún Erla fer með bréfi þess á leit við framkvæmda- og hafnanefnd að hún beiti sér fyrir því að lækka hámarkshraða á Garðarsbraut í miðbæ Húsavíkur og grípi til hraðaminnkandi aðgerða. Einnig gerir bréfritari grein fyrir samskiptum sínum við vegagerðina um sama mál. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir áhyggjur Guðrúnar Erlu og felur f&þ-fulltrúa að taka málið enn á ný upp við Vegagerðina. Nefndin er ósátt við seinagang Vegagerðarinnar vegna hraðaminnkandi aðgerða á þjóðvegi í gegnum þéttbýli á Húsavík við Lund og á Raufarhöfn. Hjálmar Bogi óskar bókað.Undirritaður vill nota þetta tækifæri til að hvetja íbúa í þéttbýli innan sveitarfélagsins að ganga til og frá vinnu þar sem það á við. Foreldrar eru hvettir til að ganga með börnum sínum í skólann þar sem það á við. Íbúar eru hvattir til að nýta sér athafnir daglegs lífs sér til heilsubótar. Áki tekur undir bókun Hjálmars Boga.
3.Umsókn um stöðuleyfi fyrir gisti- og þjónustuhús í Lundi, Öxarfirði
Málsnúmer 201303047Vakta málsnúmer
Arnhildur Pálmadóttir arkitekt sækir fyrir hönd Axels Yngvasonar, sem rekið hefur gistiþjónustu í Lundi, um stöðuleyfi fyrir gisti- og þjónustuhús í Lundi sem samanstanda af: 14 herbergjum, 6 baðherbergjum, eldhúsi og borðsal. Gisti og þjónustuhús eru alls 35,5 m á lengd og 7,5 m á breidd. Alls um 267,6 m2. Ýmis hönnunargögn og afstöðumyndir fylgja. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir afgreiðslu s&b-nefndar frá því í dag og hafnar erindinu.
4.Lausar lóðir í Norðurþingi
Málsnúmer 201210051Vakta málsnúmer
Rætt um mögulegt framboð nýrra lóða á Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd fór yfir málið og felur f&þ fulltrúa að vinna áfram að málinu.
5.Jón Halldór Guðmundsson sækir um leyfi til að skipta út úr jörðinni, taka úr landbúnaðarnotum og stofna sem sjálfstæða eign lóð úr landi Ærlækjar
Málsnúmer 201303026Vakta málsnúmer
Eigendur Ærlækjar, Jón Halldór Guðmundsson og Guðný María Sigurðardóttir óska eftir samþykki sveitarfélagsins til að skipta út úr jörðinni 25.564 m2 landspildu, taka úr landbúnaðarnotum og stofna sem sjálfstæða eign. Landið er beggja vegna lóðar skólans í Lundi, "Lundur austan þjóðv. 154188", 3965 m2 við norðurhlið og 21.599 m2 við suðurhlið. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.
6.Frá Búnaðarsambandi Suður Þingeyinga varðandi lausagöngu búfjár
Málsnúmer 201303043Vakta málsnúmer
Með bréfi varar stjórn BSSÞ eindregið við banni á lausagöngu búfjár utan afgirtra þéttbýliskjarna.Jafnframt skorar stjórnin á sveitarstjórnir að hlutast til um við Vegagerð ríkisins að unnið verði með markvissari hætti að uppbyggingu, viðhaldi og eftirliti með girðingum við aðalvegi. Þá verði sett upp leiðbeinandi umferðarmerki við þá vegi þar sem helst má vænta umgangs búfjár og ætla má að slysahætta sé mest. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir varnaðarorð BSSÞ og mun taka málið upp á næsta fundi með Vegagerðinni. Nefndin telur að viðhald á og eftirlit með veggirðingum sé best fyrirkomið hjá Vegagerðinni.
7.Fjáreigendafélag Húsavíkur, varðandi beit á Bakkahöfða
Málsnúmer 201303024Vakta málsnúmer
Á síðasta ári sagði Norðurþing upp öllum beitarafnotum í Bakkalandi. Fjáreigendur eru því landlausir á láglendi sem kemur sér eðlilega afar illa en Bakkaland hefur sérstaklega verið notað til vor- og haustbeitar.Fjáreigendafélagið hefur því ákveðið að óska eftir að fá að beita Bakkahöfðann og Bakkamýrarnar áfram fyrir kindur félagsmanna, meðan ekki verður farið að byggja upp á þeim hluta Bakkalands, og að þeir sitji einir að þessum hluta Bakkalands þar sem þeir hafa ekkert annað land til vor- og haustbeitar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið og felir f&þ-fulltrúa að segja hestamönnum upp leigu í Bakkalandi.
8.Fjáreigendafélag Húsavíkur óskar eftir viðræðum um beitiland og framtíðar svæði fyrir fjárhús
Málsnúmer 201303023Vakta málsnúmer
Fjáreigendafélagið óskar með bréfi eftir formlegum viðræðum við framkvæmda- og hafnanefnd um framtíðarsvæði fyrir fjáreigendur. Það er bæði er varðar beitiland á láglendi s.s. Saltvík og framtíðarsvæði fyrir fjárhúsbyggingar. Framkvæmda- og hafnanefnd felur f&þ-fulltrúi að hefja viðræður við Fjáreigendafélagið.
9.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 577. mál til umsagnar
Málsnúmer 201303003Vakta málsnúmer
Hafnasamband Íslands sendir til kynningar frumvarp til laga um hafnalög (ríkisstyrkir o.fl.), 577. mál.Umsögn skal berast eigi síðar en 13. mars nk. Lagt fram til kynningar
10.Þorkell Erlingsson og Þröstur Ólafsson f.h. óstofnaðs þjónustufélags, sækja um þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík fyrir olíuleitarfélög
Málsnúmer 201302031Vakta málsnúmer
Málinu vísað til framkvæmda- og hafnanefndar frá bæjarráði en félagið sækir um þjónustulóð á hafnarsvæðinu á Húsavík. Snæbjörn Sigurðarson verkefnisstjóri, kom á fundinn, og gerði grein fyrir stöðu málsins. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og mun hafa tiltæka lóð í samráði við fyrirtækið þegar þar að kemur.
11.Leigusamningur við Norður-Siglingu um dráttarbrautina á Húsavík
Málsnúmer 201110052Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur tillaga að leigusamningi við Norðursiglingu um dráttarbrautina á Húsavík og ýmsar upplýsingar tengdar slippnum og ástandi hans. Arnar Sigurðsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögur.- gjald verði greitt af bátum sem eru í dráttarbrautinni. Meirihluti nefndarinnar hafnar tillögunni. - leigugjald verði 100 þús. á mánuði. Meirihluti nefndarinnar samþykkir tillöguna. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi samning með áorðnum breytingum. Arnar Sigurðsson og Áki Hauksson samþykkja ekki samninginn. Arnar óskar bókað.Ég undirritaður Arnar Sigurðsson, fulltrúi Sjálfstæðisfélags Húsavíkur í framkvæmda- og hafnanefnd legg til að Slippnum verði lokað. Norðursigling hafi svigrúm til að klára að vinna við Hildi sem nú er í Slippnum og síðan verði hún sett fram. Norðursigling lagfæri það sem upp er talið í viðhaldsáætlun undirritaðri af Ragnari Hermannssyni, svo og aðrar lagfæringar sem fagaðilar telja að þurfi að framkvæma svo Slippurinn geti talist öruggur og í góðu lagi með vísan í matsskýrslu Gríms ehf. Að loknu viðhaldi og úttekt fagaðila (t.d. Grímur ehf.) geti Norðursigling fengið Slippinn á leigu. Þegar síðasti leigusamningur um Slippinn var gerður lá fyrir úttekt um lagfæringar og kostnað á þeim, það hlýtur að hafa verið skilningur aðila að leigutaki myndi lagfæra Slippinn samkvæmt þeirri úttekt og skildi það vera leigugjald fyrir afnot af Slippnum. Nú liggur fyrir að leigutaki hefur ekki efnt þann samning, skilyrði fyrir nýjum samningi verði að fyrri samningur verði uppfylltur. Áki tekur undir bókun Arnars.
12.Flotbryggjur á Húsavík - viðbót
Málsnúmer 201203064Vakta málsnúmer
Farið yfir tilboð Króla ehf. frá 5. mars sl. í viðbót við flotbryggju. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að óska eftir aukafjárveitingu frá bæjarráði til þess að kaupa 25 metra langa flotbryggju.
13.Sölkuveitingar ehf., ósk um stöðuleyfi fyrir 9 fm. bjálkahús á hafnarstétt
Málsnúmer 201303030Vakta málsnúmer
Sölkuveitingar sækir um stöðuleyfi fyrir sölutjald/bjálkahús, 9 m2 á þeim skipulögðu reitum á Hafnarstétt, sem ætlaðir eru fyrir slíkt. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir skammtímastöðuleyfi til 31. september nk. Staðsetning verður ákveðin í samráði við hafnavörð og -stjóra.
14.Sölkusiglingar, ósk um leigu á verbúð
Málsnúmer 201303033Vakta málsnúmer
Sölkusiglinar ehf. óska eftir að taka á eitt bil í verbúð á Hafnarstétt á Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd hefur ekki lausa verbúð eins og er en bendir á að hugsanlega losni verbúð seinna í sumar.
15.Sigrún Invarsdóttir sækir um leyfi fyrir söluvagni á hafnarsvæðinu á Húsavík
Málsnúmer 201302079Vakta málsnúmer
Sigrún óskar eftir leyfi til að setja upp söluvagn á hjólum á hafnarsvæðinu á Húsavík næsta sumar. Ætlunin er að selja handverk og ýmsa framleiðslu úr héraði. Vagninn óskast staðsettur á sama stað og hún hafði sölutjald í sumar sem leið og verður af svipaðri stærð og sölutjald hennar var í fyrra eða ca. 9 m2. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið. Staðsetning verði ákveðin í samráði við hafnarvörð og hafnarstjóra.
16.Cruise Iceland
Málsnúmer 201303007Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
17.354. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands
Málsnúmer 201302064Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:00.