Fjáreigendafélag Húsavíkur, varðandi beit á Bakkahöfða
Málsnúmer 201303024
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 27. fundur - 20.03.2013
Á síðasta ári sagði Norðurþing upp öllum beitarafnotum í Bakkalandi. Fjáreigendur eru því landlausir á láglendi sem kemur sér eðlilega afar illa en Bakkaland hefur sérstaklega verið notað til vor- og haustbeitar.Fjáreigendafélagið hefur því ákveðið að óska eftir að fá að beita Bakkahöfðann og Bakkamýrarnar áfram fyrir kindur félagsmanna, meðan ekki verður farið að byggja upp á þeim hluta Bakkalands, og að þeir sitji einir að þessum hluta Bakkalands þar sem þeir hafa ekkert annað land til vor- og haustbeitar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið og felir f&þ-fulltrúa að segja hestamönnum upp leigu í Bakkalandi.