Eignarhaldsfélagið Fasteign - endurskipulagning
Málsnúmer 201205043
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á hluthafafund í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Bæjarráð Norðurþings - 47. fundur - 07.06.2012
Fyrir bæjarráði liggur fyrir samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fsteignar hf. Unnið hefur verið að frágangi og útfærslu á fjárhagslegri endurskipulagningu leigusala. Grunnur að þeirri útfærslu hefur verið kynntur leigutaka og öðrum leigutökum sumarið 2011 og á hluthafafundi leigusala í desember 2011. Hluthafafundur leigusala samþykkti samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu á fundi þann 24. maí 2012. Á fundinum lá frammi útdráttur sem tilgreinir öll efnisatriði samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dag. 8. maí 2012 sem gert hefur verið á milli félagsins og helstu kröfuhafa félagsins en þar er meðal annars sú forsenda að aðilar gagnist undir skilmála nýrra leigusamninga og að eldri samningar falli niður samhliða. Samkomulagið er m.a. undirratað af hálfu félagsins með þeim fyrirvara að hluthafafundur og leigutakar samþykki það. Fyrir var tekin tillaga stjórnar félagsins er varðar afgreiðslu samkomulags um endurskipulagningu. Eftir umræður fundar þá var tillagan sú að hluthafafundur samþykkti samkomulagið eins og það hefur verið kynnt og stjórn falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana svo unnt sé að uppfylla einstök efnisatriði þess. Tillagan var samþykkt án mótatkvæða.Það er grunnforsenda endurskipulagningar leigusala að gerðir verði nýir leigusamningar á milli leigusala og helstu leigutaka. Þeir leigusamningar hafa verið sendir út til leigutaka félagsins í endurskipulögðu félagi.Aðilar eru sammála um að samhliða því að leigutaki yfirtaki alla viðhalds og endurbótaskyldu að sú yfirtaka miði við núverandi ástand eigna. Leigutaki skuldbindur sig til að fallast á að núverandi ástand eigna sé ásættanlegt. Leigutaki mun ekki gera frekari kröfur á hendur leigusala vegna ástands eigna að öðru leyti en greinir hér á eftir. Áfallnar endurbætur sem aðilar hafa samþykkt eru: Bygging ......... 0,882 milljónir Leigutaki mun sjá um ofngreindar framkvæmdir og bera ábyrgð á þeim nema um annað verði samið. Leigutaki hefur heimild til að skuldajafna ofngreindan kostnað á móti leigugreiðslum, þá annað hvort á móti gjaldfallinni leigugreiðslu eða næstu leigugreiðslu eftir að samningar um endurskipulagningu er lokið með undirritun nýrra leigusamninga.Gangi fjárhagsleg endurskipulagning ekki eftir og ekki verða gerðir nýir leigusamningar þá fellur samningu þessi úr gildi. Leigusali hefur þá ekki skyldur umfram upphaflegan leigusamning milli aðila um viðhald og endurbætur. Reykjavík, 4. júní 2012 Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. En bendir jafnfram á að sveitarfélagið getur á seinni stigum farið úr félaginu telji það hagsmunum sínum betur komið með þeim hætti. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fundargerðir stjórnar félagsins sendar frá upphafi.
Bæjarstjórn Norðurþings - 16. fundur - 19.06.2012
Fyrir bæjastjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 47. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: Fyrir bæjarráði liggur fyrir samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf.
Unnið hefur verið að frágangi og útfærslu á fjárhagslegri endurskipulagningu leigusala.
Grunnur að þeirri útfærslu hefur verið kynntur leigutaka og öðrum leigutökum sumarið 2011 og á hluthafafundi leigusala í desember 2011.
Hluthafafundur leigusala samþykkti samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu á fundi þann 24. maí 2012.
Á fundinum lá frammi útdráttur sem tilgreinir öll efnisatriði samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dag. 8. maí 2012 sem gert hefur verið á milli félagsins og helstu kröfuhafa félagsins en þar er meðal annars sú forsenda að aðilar gagnist undir skilmála nýrra leigusamninga og að eldri samningar falli niður samhliða.
Samkomulagið er m.a. undirratað af hálfu félagsins með þeim fyrirvara að hluthafafundur og leigutakar samþykki það.
Fyrir var tekin tillaga stjórnar félagsins er varðar afgreiðslu samkomulags um endurskipulagningu.
Eftir umræður fundar þá var tillagan sú að hluthafafundur samþykkti samkomulagið eins og það hefur verið kynnt og stjórn falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana svo unnt sé að uppfylla einstök efnisatriði þess.
Tillagan var samþykkt án mótatkvæða.Það er grunnforsenda endurskipulagningar leigusala að gerðir verði nýir leigusamningar á milli leigusala og helstu leigutaka.
Þeir leigusamningar hafa verið sendir út til leigutaka félagsins í endurskipulögðu félagi.Aðilar eru sammála um að samhliða því að leigutaki yfirtaki alla viðhalds og endurbótaskyldu að sú yfirtaka miði við núverandi ástand eigna.
Leigutaki skuldbindur sig til að fallast á að núverandi ástand eigna sé ásættanlegt.
Leigutaki mun ekki gera frekari kröfur á hendur leigusala vegna ástands eigna að öðru leyti en greinir hér á eftir.
Áfallnar endurbætur sem aðilar hafa samþykkt eru:
Bygging ......... 0,882 milljónir
Leigutaki mun sjá um ofngreindar framkvæmdir og bera ábyrgð á þeim nema um annað verði samið.
Leigutaki hefur heimild til að skuldajafna ofngreindan kostnað á móti leigugreiðslum, þá annað hvort á móti gjaldfallinni leigugreiðslu eða næstu leigugreiðslu eftir að samningar um endurskipulagningu er lokið með undirritun nýrra leigusamninga.Gangi fjárhagsleg endurskipulagning ekki eftir og ekki verða gerðir nýir leigusamningar þá fellur samningu þessi úr gildi.
Leigusali hefur þá ekki skyldur umfram upphaflegan leigusamning milli aðila um viðhald og endurbætur.
Reykjavík, 4. júní 2012
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.
En bendir jafnfram á að sveitarfélagið getur á seinni stigum farið úr félaginu telji það hagsmunum sínum
betur komið með þeim hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fundargerðir stjórnar félagsins sendar frá upphafi. Til máls tóku undir þessum lið: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Áki, Bergur, Soffía, Trausti, Þráinn, Jón Grímsson og Gunnlaugur.
Fulltrúi Þinglistans, Áki Hauksson leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú liggur fyrir nýr samningur á borðum á milli Eignarhaldsfélagsins og Norðurþings, ber hann þess merki að miklar björgunaraðgerðir eru í gangi til að bjarga Eignarhaldsfélaginu frá gjaldþroti. Að öllum líkindum munu leigugreiðslur lækka til Eignarhaldsfélagsins með þessum nýja samningi en á móti mun sveitarfélagið taka við öllu viðhaldi bæði innan og utan sem og öllum rekstri leikskólans út samningstímann eða næstu c.a 27 ár. Einnig skal leigutaki skila húsnæðinu til leigusala í sambærilegu ásigkomulagi og hann tók við því, leigutaki skal sjá um öll opinbergjöld svo sem fasteignagjöld sem og brunatryggingargjald og húseigendagjald. Allan kostnað af kröfum eftirlits s.s eldvarna, heilbrigðis, rafmagns og byggingareftirlits. Einnig er leigusala heimilt að innheimta allt að 5% álag ofaná mánaðargreiðslur til að mæta kostnaði leigusala. Það er ljóst í mínum huga að öll áhættan og kostnaðurinn er sveitarfélagsins. Af þessu má sjá að björgunaraðgerðirnar standa fyrst og fremst að því að bjarga Eignarhaldsfélaginu Fasteign frá hruni með greiðslum frá sveitarfélögum. Ég vona að í framtíðinni láti menn ekki glepjast af slíkum fjárhættusamningum og láti það algjörlega vera að tala fallega um slíka hluti opinberlega.
Ég ítreka að unnið verði að því að losa Norðurþing undan þessu Eignarhaldsfélagi Fasteign, óskabarni Bjarna Ármanns og Íslandsbanka þáverandi.
Áki Hauksson - sign Fyrirliggjandi samningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. vegna fjárhagslegrar endurskipulagningu félagsins samþykktur með atkvæðum, Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Trausta, Soffíu og Þráins. Áki og Hjálmar Bogi sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Unnið hefur verið að frágangi og útfærslu á fjárhagslegri endurskipulagningu leigusala.
Grunnur að þeirri útfærslu hefur verið kynntur leigutaka og öðrum leigutökum sumarið 2011 og á hluthafafundi leigusala í desember 2011.
Hluthafafundur leigusala samþykkti samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu á fundi þann 24. maí 2012.
Á fundinum lá frammi útdráttur sem tilgreinir öll efnisatriði samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dag. 8. maí 2012 sem gert hefur verið á milli félagsins og helstu kröfuhafa félagsins en þar er meðal annars sú forsenda að aðilar gagnist undir skilmála nýrra leigusamninga og að eldri samningar falli niður samhliða.
Samkomulagið er m.a. undirratað af hálfu félagsins með þeim fyrirvara að hluthafafundur og leigutakar samþykki það.
Fyrir var tekin tillaga stjórnar félagsins er varðar afgreiðslu samkomulags um endurskipulagningu.
Eftir umræður fundar þá var tillagan sú að hluthafafundur samþykkti samkomulagið eins og það hefur verið kynnt og stjórn falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana svo unnt sé að uppfylla einstök efnisatriði þess.
Tillagan var samþykkt án mótatkvæða.Það er grunnforsenda endurskipulagningar leigusala að gerðir verði nýir leigusamningar á milli leigusala og helstu leigutaka.
Þeir leigusamningar hafa verið sendir út til leigutaka félagsins í endurskipulögðu félagi.Aðilar eru sammála um að samhliða því að leigutaki yfirtaki alla viðhalds og endurbótaskyldu að sú yfirtaka miði við núverandi ástand eigna.
Leigutaki skuldbindur sig til að fallast á að núverandi ástand eigna sé ásættanlegt.
Leigutaki mun ekki gera frekari kröfur á hendur leigusala vegna ástands eigna að öðru leyti en greinir hér á eftir.
Áfallnar endurbætur sem aðilar hafa samþykkt eru:
Bygging ......... 0,882 milljónir
Leigutaki mun sjá um ofngreindar framkvæmdir og bera ábyrgð á þeim nema um annað verði samið.
Leigutaki hefur heimild til að skuldajafna ofngreindan kostnað á móti leigugreiðslum, þá annað hvort á móti gjaldfallinni leigugreiðslu eða næstu leigugreiðslu eftir að samningar um endurskipulagningu er lokið með undirritun nýrra leigusamninga.Gangi fjárhagsleg endurskipulagning ekki eftir og ekki verða gerðir nýir leigusamningar þá fellur samningu þessi úr gildi.
Leigusali hefur þá ekki skyldur umfram upphaflegan leigusamning milli aðila um viðhald og endurbætur.
Reykjavík, 4. júní 2012
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.
En bendir jafnfram á að sveitarfélagið getur á seinni stigum farið úr félaginu telji það hagsmunum sínum
betur komið með þeim hætti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fundargerðir stjórnar félagsins sendar frá upphafi. Til máls tóku undir þessum lið: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Áki, Bergur, Soffía, Trausti, Þráinn, Jón Grímsson og Gunnlaugur.
Fulltrúi Þinglistans, Áki Hauksson leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú liggur fyrir nýr samningur á borðum á milli Eignarhaldsfélagsins og Norðurþings, ber hann þess merki að miklar björgunaraðgerðir eru í gangi til að bjarga Eignarhaldsfélaginu frá gjaldþroti. Að öllum líkindum munu leigugreiðslur lækka til Eignarhaldsfélagsins með þessum nýja samningi en á móti mun sveitarfélagið taka við öllu viðhaldi bæði innan og utan sem og öllum rekstri leikskólans út samningstímann eða næstu c.a 27 ár. Einnig skal leigutaki skila húsnæðinu til leigusala í sambærilegu ásigkomulagi og hann tók við því, leigutaki skal sjá um öll opinbergjöld svo sem fasteignagjöld sem og brunatryggingargjald og húseigendagjald. Allan kostnað af kröfum eftirlits s.s eldvarna, heilbrigðis, rafmagns og byggingareftirlits. Einnig er leigusala heimilt að innheimta allt að 5% álag ofaná mánaðargreiðslur til að mæta kostnaði leigusala. Það er ljóst í mínum huga að öll áhættan og kostnaðurinn er sveitarfélagsins. Af þessu má sjá að björgunaraðgerðirnar standa fyrst og fremst að því að bjarga Eignarhaldsfélaginu Fasteign frá hruni með greiðslum frá sveitarfélögum. Ég vona að í framtíðinni láti menn ekki glepjast af slíkum fjárhættusamningum og láti það algjörlega vera að tala fallega um slíka hluti opinberlega.
Ég ítreka að unnið verði að því að losa Norðurþing undan þessu Eignarhaldsfélagi Fasteign, óskabarni Bjarna Ármanns og Íslandsbanka þáverandi.
Áki Hauksson - sign Fyrirliggjandi samningur við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. vegna fjárhagslegrar endurskipulagningu félagsins samþykktur með atkvæðum, Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Jóns Grímssonar, Trausta, Soffíu og Þráins. Áki og Hjálmar Bogi sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bæjarráð Norðurþings - 52. fundur - 20.08.2012
Lagt fram til kynningar.