Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.797. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201205088Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu 797. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.Ragnar Stefánsson, um viðbúnað til að draga úr tjóni af völdum hugsanlegs stórs jarðskjálfta á Íslandi
Málsnúmer 201206002Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ragnari Stefánssyni, Prófessor emerítus við Háskólann á Akureyri, um viðbúnað til að draga úr tjóni af völdum hugsanlegs stórs jarðskjálfta á Íslandi. Samrit af erindinu er einnig sent til Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofu Íslands, Viðlagatryggingar Íslands, Innanríkisráðherra, Umhverfisráðherra, Menntamálaráðherra og Velferðarráðherra. Fram kemur í erindinu að nauðsynlegt sé að hafa samfelda vöktun til að vara við stórum skjálftum. Bréfritari fjallar um hættu á skjálfta við Húsavíkur-Flateyjarmisgengið og leggur til að þegar í stað verði sett á stofn nefnd sérfróðra manna, á sviði jarðvísinda, samfélagsvísinda, byggingaverkfræði og almannavarna til að leggja sameiginlega á ráðin um aðgerðir til að draga úr hættu vegna hugsanlegs jarðskjálfta við Húsavíkur-Flateyjar misgegnið. Einnig leggur bréfritari áherslu á að hafist verði handa um uppbyggingu vöktunarkerfis, eins og líst er í bréfinu, til að vara við væntanlegum stórskjálftum, hvar sem er á landinu. Fyrsta skerfið í þessu gæti einmitt verið uppbygging vöktunar við Húsavíkur - Flateyjarsprunguna. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og hvetur ríkisvaldið til að gera viðeigandi ráðstafanir.
3.Eignarhaldsfélagið Fasteign - endurskipulagning
Málsnúmer 201205043Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fyrir samkomulag í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fsteignar hf. Unnið hefur verið að frágangi og útfærslu á fjárhagslegri endurskipulagningu leigusala. Grunnur að þeirri útfærslu hefur verið kynntur leigutaka og öðrum leigutökum sumarið 2011 og á hluthafafundi leigusala í desember 2011. Hluthafafundur leigusala samþykkti samkomulag um fjárhagslega endurskipulagningu á fundi þann 24. maí 2012. Á fundinum lá frammi útdráttur sem tilgreinir öll efnisatriði samkomulags um fjárhagslega endurskipulagningu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dag. 8. maí 2012 sem gert hefur verið á milli félagsins og helstu kröfuhafa félagsins en þar er meðal annars sú forsenda að aðilar gagnist undir skilmála nýrra leigusamninga og að eldri samningar falli niður samhliða. Samkomulagið er m.a. undirratað af hálfu félagsins með þeim fyrirvara að hluthafafundur og leigutakar samþykki það. Fyrir var tekin tillaga stjórnar félagsins er varðar afgreiðslu samkomulags um endurskipulagningu. Eftir umræður fundar þá var tillagan sú að hluthafafundur samþykkti samkomulagið eins og það hefur verið kynnt og stjórn falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana svo unnt sé að uppfylla einstök efnisatriði þess. Tillagan var samþykkt án mótatkvæða.Það er grunnforsenda endurskipulagningar leigusala að gerðir verði nýir leigusamningar á milli leigusala og helstu leigutaka. Þeir leigusamningar hafa verið sendir út til leigutaka félagsins í endurskipulögðu félagi.Aðilar eru sammála um að samhliða því að leigutaki yfirtaki alla viðhalds og endurbótaskyldu að sú yfirtaka miði við núverandi ástand eigna. Leigutaki skuldbindur sig til að fallast á að núverandi ástand eigna sé ásættanlegt. Leigutaki mun ekki gera frekari kröfur á hendur leigusala vegna ástands eigna að öðru leyti en greinir hér á eftir. Áfallnar endurbætur sem aðilar hafa samþykkt eru: Bygging ......... 0,882 milljónir Leigutaki mun sjá um ofngreindar framkvæmdir og bera ábyrgð á þeim nema um annað verði samið. Leigutaki hefur heimild til að skuldajafna ofngreindan kostnað á móti leigugreiðslum, þá annað hvort á móti gjaldfallinni leigugreiðslu eða næstu leigugreiðslu eftir að samningar um endurskipulagningu er lokið með undirritun nýrra leigusamninga.Gangi fjárhagsleg endurskipulagning ekki eftir og ekki verða gerðir nýir leigusamningar þá fellur samningu þessi úr gildi. Leigusali hefur þá ekki skyldur umfram upphaflegan leigusamning milli aðila um viðhald og endurbætur. Reykjavík, 4. júní 2012 Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. En bendir jafnfram á að sveitarfélagið getur á seinni stigum farið úr félaginu telji það hagsmunum sínum betur komið með þeim hætti. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá fundargerðir stjórnar félagsins sendar frá upphafi.
4.Greið leið, fundarboð 2012
Málsnúmer 201202024Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund einkahlutafélagsins Greið leið ehf. sem fram mánudaginn 18. júni n.k. að Strandgötu 29 Akureyri og hefst hann kl. 15:00 Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni, að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum. Til vara er Guðbjarti E. Jónssyni falið umboðið.
5.Víkurskarð og Vaðlaheiðargöng
Málsnúmer 201201048Vakta málsnúmer
Bæjarráð leggur fram eftirfarandi áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um fjármögnun Vaðlaheiðaganga hið fyrsta. Áskorunin er eftirfarandi: <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNoSpacing><SPAN style="FONT-FAMILY: " IS? mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð Norðurþings skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um fjármögnun Vaðlaheiðarganga hið fyrsta en tilboð í gerð ganganna rennur út 14. júní nk. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNoSpacing><SPAN style="FONT-FAMILY: " IS? mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Gerð ganganna er mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast um Norðurland og eru ein af forsendum búsetu og jákvæðrar byggðaþróunar. Göngin eru þjóðhagslega hagkvæm, bæta umferðaröryggi, stytta leiðir, efla innviði dreifðra byggða, hafa áhrif á atvinnuuppbyggingu og skapa nauðsynleg atvinnutækifæri, minnka atvinnuleysi og tengja svæði. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNoSpacing><SPAN style="FONT-FAMILY: " IS? mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð Norðurþings þykir miður hvernig reynt hefur verið að afvegaleiða umræðuna um Vaðlaheiðargöng með ýmsum hætti. Minnt er á að um er að ræða flýtiframkvæmd. <SPAN style="FONT-FAMILY: " mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; Roman?? mso-fareast-font-family: IS;>Áréttað er að ríkissjóður ábyrgist fjármögnun framkvæmdanna. Lánin <SPAN style="COLOR: black">verða greidd af veggjöldum en ekki úr ríkissjóði. Framkvæmdin tekur því ekki fé frá öðrum brýnum verkefnum og þeir fjármunir sem ætlaðir eru í gerð ganganna munu ekki nýtast öðrum framkvæmdum eða brýnum málaflokkum. Vert er að benda á að beinar og óbeinar tekjur ríkissjóðs á framkvæmdatímanum geta orðið verulegar. Þá fjármuni má nota í brýn verkefni í þágu samfélagsins. <SPAN style="FONT-FAMILY: " mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; Roman?? mso-fareast-font-family: IS; black; COLOR:>Áhættan af framkvæmdunum er ekki eins mikil og haldið hefur verið fram og mun ekki falla öll á ríkissjóð. Aðrir sem leggja fram hlutafé, sveitarfélög og einkaaðilar, hafa trú á verkefninu og forsendum þess og hætta þar með sínum fjármunum í verkefnið. Það eru einnig miklir hagsmunir í húfi fyrir þá. <SPAN style="FONT-FAMILY: " mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; Roman?? mso-fareast-font-family: IS; black; COLOR:>Íbúar svæðisins eru reiðubúnir að taka á sig að greiða veggjöld til viðbótar þeim sköttum sem á þá eru lagðir svo að unnt sé að flýta framkvæmdum við Vaðlaheiðargöng. <SPAN style="FONT-FAMILY: " IS? mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarrjáð Norðurþings <SPAN style="FONT-FAMILY: " mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?; Roman?? mso-fareast-font-family: IS; black; COLOR:>hvetur þingmenn til að samþykkja heimild til að fjármagna framkvæmdina en bregða ekki fæti fyrir þessa brýnu framkvæmd sem mun hafa í för með sér jákvæða innspýtingu í atvinnulíf þjóðarinnar. <SPAN style="FONT-FAMILY: " IS? mso-fareast-language: Roman?; New ?Times mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>
6.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012
Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundargerðir Sorpsamlags Þingeyinga til kynningar.
7.Sorpsamlag Þingeyinga ehf., aðalfundarboð
Málsnúmer 201206012Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Sorpsamlags Þingeyinga ehf sem fram fer þriðjudaginn 12. júni n.k. í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík og hefst hann kl. 14:00 Bæjarráð felur Soffíu Helgadóttir að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum og Þráinn Gunnarsson til vara.
8.Guðný Hrund Karlsdóttir f.h. grasrótarfélags á Raufarhöfn óskar eftir viðræðum varðandi Hótel Norðurljós
Málsnúmer 201206013Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Guðnýju Hrund Karlsdóttir, f.h. grasrótarfélags á Raufarhöfn. Fram kemur í erindi bréfritara ósk um viðræður um mögulegt samstarf vegna Hótels Norðurljósa og/eða kaupa. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga til samningaviðræðna við bréfritara.
9.Aðalfundur Leigufélagsins Hvamms ehf
Málsnúmer 201206014Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Leiguféalgsins Hvamms ehf. sem fram fer mánudaginn 18. júní n.k. í húsnæði Hvamms og hefst hann kl. 14:00 Bæjarráð felur Trausta Aðalsteinssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
10.Dvalaheimili aldraðra, fundargerðir 2012
Málsnúmer 201204017Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra sf.
11.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra sf. í Þingeyjarsýslum
Málsnúmer 201206015Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Dvalarheimilis aldraðra sf. sem fram fer mánudaginn 18. júní í húsnæði Hvamms og hefst hann kl. 14:00 Lagt fram til kynningar.
12.Atvinnuveganefnd Alþingis, 657. mál til umsagnar, frumvarp til laga um stjorn fiskveiða
Málsnúmer 201203109Vakta málsnúmer
Bæjarráð Norðurþings lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirliggjandi frumvarpa um veiðigjald og stjórn fiskveiða sem hafa valdið miklum deilum í íslensku samfélagi. Bæjarráð Norðurþings vill hvetja alla aðila að ganga nú þegar að samingaborðinu og finna lausn sem hægt er að sættast á, lausn sem tryggir afkomu veiða, vinnslu og þeirra er þar starfa.
13.Sjávarútvegsráðuneyti, úthlutun byggðakvóta
Málsnúmer 201009108Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur svarbréf sjávarútvegsráðuneytisins á tilllögum sveitarfélagsins á sérreglum vegna byggðakvótaúthlutunar fiskveiðiársins 2011/2012. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að ekki sé málefnaleg og staðbundinn ástæða fyri því að breyta c-lið 1. greinar reglugerðarinnar á þann veg sem sveitarfélagið óskaði. Ráðuneytið leggur því til að 1. grein reglugarðarinnar nr. 1182/2011 standi óbreytt. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að það geti fallist á ósk Norðurþings um breytingu á 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar á þann hátt að þar verði orðinu "byggðarlagi" breytt í "sveitarfélagi" í setningunni "Afli af fiskiskipum sem landað er í byggðarlagi af bátum sem ekki eru skráðir ........ og svo frv." Ráðuneytið getur jafnfram samþykkt ósk (Breyting eitt) Norðurþings um að breyta 1. málsl. 6 gr. þar sem segir "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga ...." í "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins ....." en ráðuneytið getur ekki samþykkt ósk (Breyting tvö) Norðurþings um breytingu á 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. um að ekki megi flytja meira aflamark frá skipi en til þess þegar afhending aflmarks á sér stað. Ráðuneytið óskar eftir nýjum tillögum Norðurþings hið fyrsta um leið og beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðinn er á svari ráðuneytisins við óskum Norðurþings á sérreglum um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012, en drátturinn stafar af miklu annríki starfsmanna ráðuneytisins við önnur verkefni. Bæjarráð sér sér ekki annað fært en að samþykkja tillögur og ábendingar ráðuneytisins og leggur því til, miðað við framangreint, að byggðakvóta verði úthlutað sem fyrst. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi bókun: Það þykir furðu sæta að aðili sem búsettur er utan sveitarfélagsins, með skráðan bát við eina af þremur höfnum sveitarfélagsins með heimilifesti fyrirtækisins í því byggðalagi, geti fengið úthlutað byggðakvóta samkvæmt regluverki ráðuneytisins. Sá aðili sem á lögheimili í sveitarfélaginu og greiðir sína skatta og skyldur til þess og er skráður með bát sinni í einni af höfnum sveitarfélagsins en fyrirtækið í öðru byggðalagi sveitarfélagsins, skuli samkvæmt relgugerð þessari ekki öðlast rétt til úthlutunar byggðakvóta. Íbúi sveitarfélagsins sem er skráður í sveitarfélaginu er því með minni rétt en sá sem er skráður með lögheimili utan þess. Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórans.
14.Rifós hf. Aðalfundarboð
Málsnúmer 201006010Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Rifóss hf. sem haldinn verður í Skúlagarði miðvikudaginn 20. júní n.k og hefst hann kl. 14:00 Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni, að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum og Guðbjartur Ellert Jónsson til vara.
Fundi slitið - kl. 18:00.