Fara í efni

Greið leið, fundarboð 2012

Málsnúmer 201202024

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 38. fundur - 16.02.2012


Fyrir bæjarráði liggur fundarboð um hluthafafund í Greiðri leið ehf. sem fram fer fimmtudaginn 16. febrúar n.k. að Strandgötu 29 á Akureyri. Meðfylgjandi fundarboðinu er tillgaga stjórnar sem felur í sér heimild til stjórnar félagsins til að hækka hlutafé félagsins um allt að 200.000.000.- króna að nafnvirði með innborgun á nýju hlutafé á genginu 1. Hækkunin komi til viðbótar heimildar sem samþykkt var á hluthafafundi í félaginu þann 30. júní 2011.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 47. fundur - 07.06.2012

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund einkahlutafélagsins Greið leið ehf. sem fram mánudaginn 18. júni n.k. að Strandgötu 29 Akureyri og hefst hann kl. 15:00 Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni, að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum. Til vara er Guðbjarti E. Jónssyni falið umboðið.