Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Frá Iðnaðarráðuneyti, skipunarbréf í nefnd um að kanna möguleika á breytingum á eignarhaldi Landsnets hf.
Málsnúmer 201202045Vakta málsnúmer
2.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012
Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð hluthafa Sorpsamlags Þingeyinga ehf.
Hluthafafundur Sorpsamlags Þingeyinga fer fram þriðjudaginn 28. febrúar 2012, kl. 14:00.
Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á hluthafafundinum.
3.XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Málsnúmer 201202041Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur tilkynning um fulltrúa sem boðaðir verða á XXVI. landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga sem fram fer föstudaginn 23. mars n.k.
Fulltrúar Norðurþings eru:
Jón Helgi Björnsson - aðalfulltrúi
Gunnlaugur Stefánsson - aðalfulltrúi
Þráinn Gunnarsson - varafulltrúi
Trausti Aðalsteinsson - varafulltrúi
Lagt fram til kynningar.
4.Bréf frá Framsýn stéttarfélagi varðandi álagningu fasteignagjalda
Málsnúmer 201202039Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Framsýn stéttarfélagi varðandi álagningu fasteignagjalda.
Erindið varðar álagningu fasteignagjalda og er eftirfarandi:
"Framsýn- stéttarfélag skorar á bæjarstjórn Norðurþings að endurskoða hækkanir sveitarfélagsins er tengjast sorphirðugjöldum og ákvörðun Fasteignamats ríkisins að hækka fasteignamat á íbúðarhúsnæði á svæðinu.
Ljóst er að samkvæmt gildandi lögum geta sveitarfélög haft áhrif á upphæð álagðra gjalda með ákvörðunum sínum um álagningarprósentur. Það á við um fasteignaskattinn, vatnsgjaldið, holræsagjaldið og lóðaleiguna. Þá hefur bæjarstjórnin ákveðið að hækka sorphiðurgjöld um 18% milli ára. Í heildina er því um að ræða verulegar hækkanir sem eigendum íbúðarhúsnæðis er ætlað að greiða.
Fyrir liggur að mörg heimili koma til með að eiga mjög erfitt með að mæta þessum miklu hækkunum, ekki síst félagsmenn Framsýnar. Þess vegna er mikilvægt að Norðurþing skoði málið með það að markmiði að gera allt sem sveitarfélagið getur til að draga úr þessum miklu hækkunum".
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Álagningarprósetna Norðurþings hefur ekki verið hækkuð á milli ára og því, eins og fram kemur í erindi bréfritara, skýrist hækkun fasteignaskatts og tilheyrandi gjalda á hækkun á fasteignamati húseignar. Það vekur að sjálfsögðu athygli að eignamat Fatseignamats ríkisins á íbúðarhúsnæði á Húsavík hækki eins og raun ber vitni milli ára. Fasteignaskatti er ætlað að standa undir helstu framkvæmdum og viðhaldi við götur og umhverfi húseigna.
Sveitarfélagið Norðurþing er ekki eini eigandi Sorpsamlags Þingeyinga ehf., en í lögum er kveðið á um að fyrirtæki eins og Sorpsamlag Þingeyinga beri að reka sig á eigin tekjustofnum. Til að tryggja að rekstur Sorpsamlags Þingeyinga nái því markmiði þurfi þjónustugjöldin að standa undir þeim kostnaði sem þeim er ætlað. Vissulega er það svo að kostnaður við hirðingu og eyðingu er tiltölulega hár í Norðurþingi, í samanburði við önnur sveitarfélög, en þess ber að geta að eyðing sorps er varanleg í Þingeyjarsýslum og því er ekki verið að flytja vandamál og/eða kostnað á komandi kynslóðir. Sorphirðugjöld í Norðurþingi, sem standa undir bæði hirðingu og eyðingu eru 45.839.- krónur á íbúðarhúsnæði, fyrir árið 2012. Þessi kostnaður leggst út, miðað við að hirt sé frá heimilum tvisvar í mánuði um 3.820.- krónur á mánuði eða um 1.910.- krónur fyrir hvert skipti. Innifalið í þessu gjaldi er hirðingin og eyðingin.
Þrátt fyrir núvernandi gjaldtöku fyrir hriðingu og eyðingu sorps, þurfa eigendur Sorpsamlags Þingeyinga ehf., að leggja til árlegt hlutafjárframlag til að standa undir rekstri og afborgunum lána félagsins. Árið 2012 nemur þessi aukning um 50 mkr.
5.Greið leið, fundarboð 2012
Málsnúmer 201202024Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur fundarboð um hluthafafund í Greiðri leið ehf. sem fram fer fimmtudaginn 16. febrúar n.k. að Strandgötu 29 á Akureyri. Meðfylgjandi fundarboðinu er tillgaga stjórnar sem felur í sér heimild til stjórnar félagsins til að hækka hlutafé félagsins um allt að 200.000.000.- króna að nafnvirði með innborgun á nýju hlutafé á genginu 1. Hækkunin komi til viðbótar heimildar sem samþykkt var á hluthafafundi í félaginu þann 30. júní 2011.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:45.
Fyrir bæjarráði liggur skipunarbréf frá iðnaðarráðuneytinu í nefnd um að kanna möguleika á breytingu á eignarhaldi Landsnets hf.
Fram kemur í skipunarbréfinu að Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, er skipaður varamaður í nefndinni sem fulltrúi Sambands sveitarfélaga.
Skipunarbréfið lagt fram til kynningar.