Fara í efni

Eyðibýli - áhugamannafélag, ósk um styrk

Málsnúmer 201205068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi áhugamannafélagi um Eyðibýli. Markmið verkefnisins er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægi húsa m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samráði við Húsfriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifavernd ríkisins, háskóla, söfn og aðra aðila. Verkefnið hefur einnig verið unnið í góðri samvinnu við sveitarfélög sem rannsóknin nær yfir hverju sinni.Með bréfinu er óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefnið "Eyðibýli á Íslandi" með fjárstuðningi að upphæð 200.000. krónur til að koma til móts við hluta ferða- og uppihaldskostnaðar rannsakenda í sveitarfélaginu. Sé þess óskað eru forsvarmenn verkefnisins tilbúnir að mæta til fundar við sveitarstjórnarmenn eða aðra er málið varðar. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.