Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2012
Málsnúmer 201201045
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til mikilvægis þess að ráðuneytið styrki framgang Heimskautagerðisins á Raufarhöfn til ársins 2016. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að Fjárlaganefnd hafi stutt verkefnið með árlegum framlögum frá árinu 2005. Bæjarráð styður verkefnið og leggur þunga áherslu að ríkið styðji fjárhagslega fyrir framgangi þess enda mikilvægt til að skapa öflugt aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Raufarhöfn.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 17. fundur - 12.06.2012
Erindið lagt fram til kynningar.
Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ósk um tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í skólanefnd Framhaldsskólans á Húavík. Samkvæmt 5. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008, skipar mennta- og menningarmálaráðherra skólanefnd við framhaldsskóla til fjögurra ára í senn. Í skólanefnd sitja fimm menn, tveir skipaðir samkvæmt tilnefningu sveitarstjórnar og þrír án tilnefningar. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.Óskað er eftir að tilnefndir verði tveir einstaklingar, hvor af sínu kyni, sem aðalfulltrúar svo að færi gefist á að tryggja jafna skiptingu kynja í nefndina. Hið sama á við varafulltrúa. Er þetta gert með skírskotun til ákvæðis 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla til setu í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Bæjarráð tilnefnir eftirfarandi aðila sem aðalfulltrúa í skólanefnd Framhaldsskólans á Húsavík.Erna BjörnsdóttirTrausti Aðalsteinsson Og sem varafulltrúar:Aðalsteinn J. HalldórssonKolbrún Ada Gunnarsdóttir