Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

96. fundur 12. september 2012 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Grímsson formaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Dúi Björgvinsson aðalmaður
  • Hannes Höskuldsson 3. varamaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag iðnaðarlóðar á Bakka

Málsnúmer 201209005Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarnefndar að hefja nú þegar vinnu við deiliskipulag iðnaðarsvæðis á Bakka. Jafnframt hefur bæjarráð samþykkt aukafjárveitingu til skipulagsvinnunnar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að stofnaður verði vinnuhópur á vegum Norðurþings til að fjalla um umhverfisskipulag á Bakka. Nefndin leggur til að hópurinn samanstandi af skipulags- og byggingarfulltrúa, framkvæmda- og þjónustufulltrúa, garðyrkjustjóra, verkefnisstjóra stóriðjuuppbyggingar auk ráðgjafa frá Garðvík ehf. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að leita samninga við Mannvit á Húsavík um gerð tillögu að skipulagi fyrir iðnaðarsvæðið á Bakka. Hilmar Dúi vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

2.Sigmar Stefánsson f.h. eigenda Litlu-Reykja sækir um byggingarleyfi fyrir fjós

Málsnúmer 201209017Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 567 m² fjósi auk 471,7 m² haughúss í kjallara. Meginbyggingarefni aðalhæðar eru stálrammar klæddir með PIR einingum. Teikningar eru unnar af Haraldi Árnasyni á H.S.Á. teiknistofu. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna fyrir byggingunni. Byggingarfulltrúi kynnti minnisblað frá Mannvirkjastofnunar um notkun stálklæddra húseininga með brennanlegri einangrun. Skipulags- og byggingarnefnd telur skriflegt samþykki nágranna koma á fullnægjandi hátt í stað grenndarkynningar. Hún heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar gerð hefur verið fullnægjandi grein fyrir eldvörnum mannvirkisins.

3.Sigurgeir Höskuldsson sækir um leyfi til að breyta gluggum að Heiðargerði 9

Málsnúmer 201209025Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi fyrir breytingum glugga í svefnherbergjum og eldhúsi. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 11. september s.l. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.