Sigmar Stefánsson f.h. eigenda Litlu-Reykja sækir um byggingarleyfi fyrir fjós
Málsnúmer 201209017
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 96. fundur - 12.09.2012
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 567 m² fjósi auk 471,7 m² haughúss í kjallara. Meginbyggingarefni aðalhæðar eru stálrammar klæddir með PIR einingum. Teikningar eru unnar af Haraldi Árnasyni á H.S.Á. teiknistofu. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna fyrir byggingunni. Byggingarfulltrúi kynnti minnisblað frá Mannvirkjastofnunar um notkun stálklæddra húseininga með brennanlegri einangrun. Skipulags- og byggingarnefnd telur skriflegt samþykki nágranna koma á fullnægjandi hátt í stað grenndarkynningar. Hún heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi fyrir húsinu þegar gerð hefur verið fullnægjandi grein fyrir eldvörnum mannvirkisins.