Fara í efni

Ungmennaráð Norðurþings

2. fundur 06. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Ungmennaráð Norðurþings

Málsnúmer 201201039Vakta málsnúmer



<U><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;>Til málst tóku:<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;>Rögnvaldur, Arnór, Jana, Brynja, Eva.
<SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;><SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB 11pt? FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?;><U> <SPAN style="FONT-FAMILY: " lang=EN-GB FONT-SIZE: Arial?,?sans-serif?; AR-SA? mso-bidi-language: EN-US; mso-fareast-language: EN-GB; mso-ansi-language: Roman?; New ?Times mso-fareast-font-family: 11pt;>Afgreiðsla ráðsins:
Ráðið leggur til að fjölbreyttari dagskrá sé hjá félagsmiðstöðvum þegar sameiginleg mót eru haldin. Ekki sé einblínt á íþróttamót og starfsemi tengt íþróttum. Lagt er til að haldnir séu sameiginlegir þemadagar á milli félagsmiðstöðva. Bent er á að survival þema heppnaðist vel í Borgarhólsskóla síðastliðið vor. Einnig er lagt til að félagsmiðstöðvar verði opnar á sumrin.

2.Hjörvar Gunnarsson leggur fram tillögu að settir verði upp skápar fyrir nemendur í skólum Norðurþings

Málsnúmer 201203052Vakta málsnúmer



Til máls tóku: Hjörvar, Brynja, Stefán, Eva, Einar, Jana, Hilmar, Harpa, Rögnvaldur og Arnór.



Afgreiðsla ráðsins:
Ungmennaráð felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að skrifa skólastjórnendum
Borgarhólsskóla bréf þess efnis að óskað sé eftir því við gerð næstu fjárhagsáætlunar að gert verði ráð fyrir skápum fyrir nemendur í Borgarhólsskóla á Húsavík. Ráðið telur ekki þörf á skápum fyrir aðra grunnskóla í Norðurþingi.

3.Jana Björg Róbertsdóttir leggur fram erindi um meiri afþreyingarmöguleika fyrir unglinga í Norðurþingi

Málsnúmer 201203054Vakta málsnúmer



Til máls tóku: Jana, Brynja, Arnór, Stefán, Rögnvaldur, Einar, Hilmar, Harpa.



Afgreiðsla ráðsins: Ráðið leggur til að meiri klúbbastarfsemi eigi sér stað innan félagsmiðstöðvanna. Lagt er til að leggja meiri áherslu á hópefli milli félagsmiðstöðva innan Norðurþings.

4.Hjörvar Gunnarsson leggur til að keypt verði ný hástökksdýna í íþróttahöllina á Húsavík

Málsnúmer 201203053Vakta málsnúmer



Til máls tóku:
Hjörvar, Arnór, Brynja, Jana.<U>



Afgreiðsla ráðsins:
Ráðið leggur það til að leitað verði ráða til að fjárfesta í viðunandi dýnu undir hástökk. Nefndarfólk sammála um að bragabót verði gerð á. Starfsmanni ráðsins falið að leita eftir því við hlutaðeigandi aðila að af þessu geti orðið.

5.Fésbókarsíða Ungmennaráðs Norðurþings - Kynning.

Málsnúmer 201203057Vakta málsnúmer



Til máls tók:
Jóhann Rúnar.



Afgreiðsla ráðsins. Ungmennaráð þakkar fyrir kynninguna. Lagt er til að stofnaður sé lokaður hópur innan fésbókarinnar fyrir meðlimi ráðsins og að fésbókin verði vettvangur skoðanaskipta og hugmynda.

6.Fundaáætlanir Ungmennaráðs Norðurþings - Drög.

Málsnúmer 201203058Vakta málsnúmer



Til máls tók:
Jóhann Rúnar



Afgreiðsla ráðsins:
Lagt er til að fundað verði 11.apríl og 15.maí. Seinni fundurinn yrði sameiginlegur fundur með sveitarstjórn Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 18:00.