Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

38. fundur 03. júlí 2014 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Leikskólamál á Kópaskeri

Málsnúmer 201406076Vakta málsnúmer

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Elisabeth Hauge fulltrúi starfsmanna leikskóla og Sigurður Alexander Ásmundsson fulltrúi foreldra mættu á fundinn.Fyrir nefndinni liggja tveir undirskriftarlistar frá atvinnurekendum og foreldrum leikskólabarna á Kópaskeri. Yfirskrift listans frá atvinnurekendum er: "Vegna þess hvað erfiðlega hefur gengið að fá til starfa nægan fjölda af hæfu starfsfólki undanfarin ár, viljum við undirrituð sem veitum forstöðu atvinnufyrirtækum á Kópaskeri og nágrenni, leggja fram þá eindregnu ósk að starfræktur verði að nýju leikskóli með fullri þjónustu á Kópaskeri.Teljum við að það geti haft úrslita þýðingu um hvort að tekst að manna þau störf sem að fyrirtækin þurfa á að halda."Undir listann rita sjö forsvarsmenn fyrirtækja á Kópaskeri og í nágrenni.Yfirskrift listans frá foreldrum er: "Við undirrituð foreldrar barna á leikskólaaldri sem búsett erum á Kópaskeri og nágrenni, leggjum fram þá eindregnu ósk að starfræktur verði að nýju leikskóli með fullri þjónustu á Kópaskeri." Undir listann rita sjö foreldrar. Leikskóladeild á Kópaskeri tilheyrir Öxarfjarðarskóla, leikskóladeildin hefur ekki verið starfrækt vegna barnfæðar. Ljóst er að til að unnt sé að starfrækja leikskóla í samræmi við lög um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla þar ákveðinn lágmarksfjölda barna.Guðrún S. Kristjánsdóttir gerði grein fyrir kostnaði og mögulegri mönnun, bæta þarf við einu stöðugildi, fyrir liggur að kostnaður við opnun leikskóladeildar á Kópaskeri rúmast innan fjárhagsáætlunar Öxarfjarðarskóla vegna yfirstandandi árs. Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:"Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að ef þrjú börn eða fleiri eru skráð í leikskóladeild í samreknum leik- og grunnskólum innan sveitarfélagsins, verði haldið úti leikskólaþjónustu í deildinni. Foreldrar skrái börn sín vegna komandi skólaárs fyrir 1. maí ár hvert. Vegna leikskóladeildar á Kópaskeri skólaárið 2014-2015 skrái foreldrar börn sín í deildina fyrir 20. júlí." Stefán Leifur Rögnvaldsson lagði fram breytingatillögu þess efnis að miðað verði við fjögur börn eða fleiri til að leikskóladeild verði starfrækt. Tillaga Stefáns samþykkt með atkvæðum Erlu Daggar, Sigríðar, Annýar Petu og Stefáns gegn atkvæði Olgu. Elisabeth Hauge og Sigurður Alexander Ásmundsson viku af fundi kl. 13:55.

2.Öxarfjarðarskóli, akstur skólabarna utan aðalleiða

Málsnúmer 201308039Vakta málsnúmer

Stefán Leifur Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið, Trausti Aðalsteinsson tók sæti hans sem varamaður. Fyrir nefndinni liggur minnisblað frá fundum Fræðslu- og menningarfulltrúa og skólastjóra Öxarfjarðarskóla með foreldrum sem að aka börnum í veg fyrir skólabíl á skólasvæði Öxarfjarðarskóla. Einnig liggur fyrir kostnaðargreining vegna skólaaksturs ásamt samantekt frá öðrum sveitarfélögum um hvað foreldrum er greitt fyrir akstur á börnum í veg fyrir skólabíl. Aðstæður á þeim heimvegum sem að um ræðir eru afar erfiðar. Í ljósi þess mælir skólastjóri með að nýtt verði heimild samkvæmt grein 4.2. í viðmiðunarreglum sveitarfélagsins um skólaakstur. Í ljósi þessa samþykkir Fræðslu- og menningarnefnd að miða greiðslur fyrir akstur að viðkomandi bæjum við aksturstaxta ríkisins, tofrærugjald og felur Fræðslu- og menningarfulltrúa að leita samninga við foreldra á þeim grunni. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að framlengja samning við Bernharð Grímsson á hans akstursleið til loka skólaársins 2015-2016 miðað við að barnafjöldi verði óbreyttur á akstursleiðinni. Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Trausti Aðalsteinsson viku af fundi kl. 14:40.

3.Tilboð í akstur grunnskólabarna frá Raufarhöfn í Lund

Málsnúmer 201406058Vakta málsnúmer

Stefán Leifur tók aftur sæti á fundinum. Fyrir nefndinni liggja tilboð í akstur skólabarna frá Raufarhöfn að Öxarfjarðarskóla frá Árna Gunnarssyni og Kristni Rúnari Tryggvasyni. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Kristinn Rúnar Tryggvason á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

4.Urð, listaverk á lóð skólahússins á Kópaskeri

Málsnúmer 201406075Vakta málsnúmer

Listaverkið Urð eftir Leif Breiðfjörð er staðsett við skólahúsið á Kópaskeri. Listaverkið er nokkuð illa farið og þarfnast viðgerða. Verkstjóri á Kópaskeri hefur að beiðni Fræðslu- og menningarfulltrúa gert áætlun um viðgerð á verkinu, áætlaður kostnaður er kr. 200.000.- til 250.000.-. Í minnisblaði sínu til nefndarinnar leggur Fræðslu- og menningarfulltrúi til að gert verði við verkið og kostnaður greiddur úr Lista- og menningarsjóði Norðurþings, þó þannig að ekki komi til skerðingar þess fjár sem áætlað er til úthlutunar styrkja á árinu.Tillagan samþykkt samhljóða.

5.Listaverkið Dans við Presthólalón

Málsnúmer 201406078Vakta málsnúmer

Þann 20. júní s.l. afhenti listakonan Ingunn St. Svavarsdóttir, Yst, Norðurþingi verkið Dans við Presthólalón. Fyrir nefndinni liggur tölvupóstur frá Yst þar sem hún áréttar að Yst heldur eftir sem áður öllum höfundarrétti á Dansinum. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar listakonunni höfðinglega gjöf og staðfestir að sveitarfélagið mun virða höfundarrétt Yst á listaverkinu.

6.Fræðslu- og menningarnefnd, erindisbréf og verkefni 2014

Málsnúmer 201406077Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti helstu verkefni nefndarinnar og lagði fram drög að erindisbréfi nefndarinnar og kynnti auk þess helstu lög, reglugerðir og samþykktir sem að lúta að starfsemi nefndarinnar. Jafnframt var rætt um fundartíma nefndarinnar og samþykkt að funda að jafnaði annan miðvikudag í mánuði kl. 10:00.

7.Málaflokkar 03,04, 05 - rekstrarstaða

Málsnúmer 201404015Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti samantekt á rauntölum rekstrar vegna fyrstu fimm mánaða ársins ásamt áætlun ársins 2014 og fór yfir frávik á málaflokkum og deildum vegna sama tíma. Rekstur málaflokkanna er í jafnvægi miðað við áætlun ársins.

8.Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál

Málsnúmer 201402039Vakta málsnúmer

Málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál undir yfirskriftinni "Hvað fékkstu á prófinu?" verður haldið 8. september á Grand Hótel í Reykjavík. Dagskrá málþingsins lögð fram til kynningar.

9.Hvítbók í menntamálum

Málsnúmer 201402027Vakta málsnúmer

Hvítbók Menntamálaráðherra um menntun lögð fram til kynningar. Fulltrúar í Fræðslu- og menningarnefnd hvattir til að kynna sér þær áherslur sem að þar birtast.

10.Erindi til leikskólanna í Norðurþingi vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna

Málsnúmer 201405064Vakta málsnúmer

Erindi afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna, þar sem leikskólar eru hvattir til að minnast afmælisins með ýmsum viðburðum, lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir Þekkingarnets Þingeyinga 2014

Málsnúmer 201403011Vakta málsnúmer

Fundargerð 83. fundar stjórnar Þekkingarnets Þingeyinga lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:00.