Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar 2014
Málsnúmer 201402027
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014
Dagur íslenska táknmálsins er 11. febrúar, erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna hans lagt fram til kynningar. Nefndin kynnti sér þekkingarbrunninn Signwiki (<A href="http://signwiki.is">http://signwiki.is</A>) um íslenskt táknmál sem starfræktur er af Samskiptastöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Tilkynning frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um frestun nýs námsmats í grunnskólum til vorsins 2016 lögð fram til kynningar. Ráðuneytið áréttar að þar til ákvörðun um nýtt námsmat liggur fyrir er mikilvægt að allir skólar skili einkunnum við lok 10. bekkjar í tölustöfum.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 36. fundur - 14.04.2014
Niðurstöður könnunar á framkvæmd reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum sem unnin var af Capacent Gallup fyrir Mennta- og menningarmálaráðuneyti lagðar fram til kynningar.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 31. fundur - 03.07.2014
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Í bréfinu kemur fram að lagðar eru miklar kröfur á rekstraraðila sundlauga að hugað sé vel að öryggismálum sundstaðanna. Starfsfólk fái fræðslu um öryggismál og undirgangist hæfnismat.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur á það áherslu að öllum öryggiskröfum skv. reglugerð verði framfylgt.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 38. fundur - 03.07.2014
Hvítbók Menntamálaráðherra um menntun lögð fram til kynningar. Fulltrúar í Fræðslu- og menningarnefnd hvattir til að kynna sér þær áherslur sem að þar birtast.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 03.09.2014
Samningur Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands og Barna- og menntamálaráðherra Danmerkur um skilyrtan stuðning við Dönskukennslu á Íslandi árin 2014 til 2019 lagður fram til kynningar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 43. fundur - 19.11.2014
Lagt fram til kynningar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 44. fundur - 10.12.2014
Lagt fram til kynningar