Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

39. fundur 03. september 2014 kl. 10:00 - 15:30 í Lundi
Nefndarmenn
  • Olga Gísladóttir formaður
  • Sigríður Hauksdóttir aðalmaður
  • Anný Peta Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Erla Dögg Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson Grunnskólafulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Öxarfjarðarskóli, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405030Vakta málsnúmer

Fulltrúar Öxarfjarðarskóla, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Hrund Ásgeirsdóttir aðstoðarskólastjóri, Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi kennara og Jón Ármann Gíslason fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Guðrún kynnti starfsemi skólans og starfsáætlun vegna skólaársins 2014-2015. Stefán Leifur Rögnvaldsson leit við á fundinum undir þessum lið á leið sinni í göngur.

2.Akstur skólabarna á heimvegum á svæði Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 201308039Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að samningi við Kristinn Sigurð Yngvason á Tóvegg. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning og felur Fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá samningi fyrir hennar hönd. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 11:00.

3.Grunnskóli Raufarhafnar, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405031Vakta málsnúmer

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, Sigrún Björnsdóttir fulltrúi starfsfólks og Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Frida Elisabeth kynnti starfsemi skólans og starfsáætlun vegna skólaársins 2014-2015, jafnframt var lögð fram ársskýrsla skólans vegna skólaársins 2013-2014.

4.Tilboð í akstur grunnskólabarna frá Raufarhöfn í Lund

Málsnúmer 201406058Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að samningi við Kristinn Rúnar Tryggvason vegna aksturs skólabarna frá Raufarhöfn í Lund skólaárið 2014-2015. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og felur Fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá honum fyrir hennar hönd. Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 15:15.

5.Nýskapandi samfélag í Norðurþingi

Málsnúmer 201408035Vakta málsnúmer

Fyrir nefndinni liggur erindi frá félagi kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FNF) þar sem kallað er eftir samvinnu heimamanna, skólasamfélagsins og atvinnulífsins í Norðurþingi um verkefni sem lýtur að nýskapandi samfélagi. Stefnt er að umsókn í Erasmus+ styrkáæltun Menntaáætlunar ESB með umsóknarfrest í mars eða apríl 2015. Verkefnishugmyndin miðar að því að Norðurþing verði "tilraunasamfélag" þar sem áherslur allra skólastiga verða samþættar í átt til nýsköpunar og frumkvöðlamenntar. Verkefnistími er áætlaður þrjú ár. Leiðandi aðili meðal heimamanna verði Þekkingarnet Þingeyinga sem jafnframt verður aðalumsækjandi í Erasmus+ umsókn. Á fyrstu stigum í umsóknarferlinu er kallað eftir samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Framhaldsskólann á Húsavík og Norðurþing vegna leik- og grunnskóla sveitarféalgsins. Óskað er eftir samstarfsyfirlýsingum framangreindra aðila auk þess sem þess er óskað að þeir tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórn. Verkefnið hefur þegar verið kynnt skólastjórum leik- og grunnskóla í Norðurþingi og hafa þeir lýst yfir áhuga sínum til samstarfs. Leitað verður eftir styrk til Vaxtarsamnings Norðurlands Eystra vegna kostnaðar við umsókn í Erasmus+, fáist sú umsókn samþykkt mun kostnaður við verkefnið greiðast að fullu úr þeim sjóði. Fræðslu- og menningarnefnd lýsir fyrir hönd Norðurþings yfir vilja til samstarfs um framangreint verkefni og tilnefnir Erlu Sigurðardóttur, Fræðslu- og menningarfulltrúa í verkefnisstjórn fyrir hönd sveitarfélgsins.

6.Samningur um stuðning við dönskukennslu á Íslandi

Málsnúmer 201402027Vakta málsnúmer

Samningur Mennta- og menningarmálaráðherra Íslands og Barna- og menntamálaráðherra Danmerkur um skilyrtan stuðning við Dönskukennslu á Íslandi árin 2014 til 2019 lagður fram til kynningar.

7.Verkefnið Göngum í skólann

Málsnúmer 201408039Vakta málsnúmer

Bréf frá verkefnisstjórn verkefnisins Göngum í skólann til sveitarstjórna lagt fram til kynningar. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að velja sér virkan ferðamáta í og úr skóla. Fræðslu- og menningarnefnd hvetur skóla sveitarfélagsins til virkrar þátttöku í verkefninu eftir því sem aðstæður leyfa og beinir því til Fræðslu- og menningarfulltrúa að vekja athygli á verkefninu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Gert var hlé á fundi kl. 11:00 og gengið um skólahúsnæði Öxarfjarðarskóla í fylgd skólastjóra og aðstoðarskólastjóra. Hádegisverður snæddur í mötuneyti skólans. Að því búnu var haldið til Kópaskers og leikskóladeild og bókasafn heimsótt. Stefanía Gísladóttir, forstöðumaður bókasafns kynnti starfsemi

Fundi slitið - kl. 15:30.