Greiðslur vegna skólaaksturs 2008 - 2014
Málsnúmer 201308039
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014
Fyrir nefndinni liggur álit Sambands sveitarfélaga vegna skólaaksturs á skólasvæði Öxarfjarðarskóla. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að leita samninga við Bernharð Grímsson um framlengingu á samningi hans vegna skólaaksturs til áramóta 2014-2015 auk þess að semja við þá foreldra er annast akstur barna sinna í veg fyrir skólabíl á svæðinu. Jafnframt felur nefndin fræðslu- og menningarfulltrúa að vinna að endurskoðun viðmiðunarreglna Norðurþings um skólaakstur í fullu samráði við foreldra og skólastjórnendur Öxarfjarðarskóla. Endurskoðun verði lokið fyrir árslok 2014. Stefán Leifur Rögnvaldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 38. fundur - 03.07.2014
Stefán Leifur Rögnvaldsson vék af fundi undir þessum lið, Trausti Aðalsteinsson tók sæti hans sem varamaður. Fyrir nefndinni liggur minnisblað frá fundum Fræðslu- og menningarfulltrúa og skólastjóra Öxarfjarðarskóla með foreldrum sem að aka börnum í veg fyrir skólabíl á skólasvæði Öxarfjarðarskóla. Einnig liggur fyrir kostnaðargreining vegna skólaaksturs ásamt samantekt frá öðrum sveitarfélögum um hvað foreldrum er greitt fyrir akstur á börnum í veg fyrir skólabíl. Aðstæður á þeim heimvegum sem að um ræðir eru afar erfiðar. Í ljósi þess mælir skólastjóri með að nýtt verði heimild samkvæmt grein 4.2. í viðmiðunarreglum sveitarfélagsins um skólaakstur. Í ljósi þessa samþykkir Fræðslu- og menningarnefnd að miða greiðslur fyrir akstur að viðkomandi bæjum við aksturstaxta ríkisins, tofrærugjald og felur Fræðslu- og menningarfulltrúa að leita samninga við foreldra á þeim grunni. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að framlengja samning við Bernharð Grímsson á hans akstursleið til loka skólaársins 2015-2016 miðað við að barnafjöldi verði óbreyttur á akstursleiðinni. Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Trausti Aðalsteinsson viku af fundi kl. 14:40.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 03.09.2014
Fyrir fundinum liggur tillaga að samningi við Kristinn Sigurð Yngvason á Tóvegg. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggjandi samning og felur Fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá samningi fyrir hennar hönd. Fulltrúar Öxarfjarðarskóla viku af fundi kl. 11:00.