Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar, starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405031

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014

Frida Elisabeth kynnti skóladagatal skólaársins 2014-2015 ásamt drögum að starfsáætlun skólans. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið sem lagt er fram án athugasemda. Í starfsáætlun skólans er lagt til að tekið verði upp samstarf við Öxarfjarðarskóla. Grunnskólanemendur frá Raufarhöfn sæki kennslu í Öxarfjarðarskóla einn dag í viku í fylgd með kennara. Fyrirkomulagið rúmast innan fjárhagsáætlunar skólans. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur enda verði fyrirkomulag og nánari útfærsla unnin í samstarfi við foreldra og starfsmenn Grunnskóla Raufarhafnar. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að auglýsa eftir tilboðum vegna aksturs skólabarna frá Raufarhöfn í Öxarfjarðarskóla einn dag í viku skólaárið 2014-2015.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 39. fundur - 03.09.2014

Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, Sigrún Björnsdóttir fulltrúi starfsfólks og Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Frida Elisabeth kynnti starfsemi skólans og starfsáætlun vegna skólaársins 2014-2015, jafnframt var lögð fram ársskýrsla skólans vegna skólaársins 2013-2014.