Leikskólamál á Kópaskeri
Málsnúmer 201406076
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 38. fundur - 03.07.2014
Fulltrúar Öxarfjarðarskóla, Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri, Elisabeth Hauge fulltrúi starfsmanna leikskóla og Sigurður Alexander Ásmundsson fulltrúi foreldra mættu á fundinn.Fyrir nefndinni liggja tveir undirskriftarlistar frá atvinnurekendum og foreldrum leikskólabarna á Kópaskeri. Yfirskrift listans frá atvinnurekendum er: "Vegna þess hvað erfiðlega hefur gengið að fá til starfa nægan fjölda af hæfu starfsfólki undanfarin ár, viljum við undirrituð sem veitum forstöðu atvinnufyrirtækum á Kópaskeri og nágrenni, leggja fram þá eindregnu ósk að starfræktur verði að nýju leikskóli með fullri þjónustu á Kópaskeri.Teljum við að það geti haft úrslita þýðingu um hvort að tekst að manna þau störf sem að fyrirtækin þurfa á að halda."Undir listann rita sjö forsvarsmenn fyrirtækja á Kópaskeri og í nágrenni.Yfirskrift listans frá foreldrum er: "Við undirrituð foreldrar barna á leikskólaaldri sem búsett erum á Kópaskeri og nágrenni, leggjum fram þá eindregnu ósk að starfræktur verði að nýju leikskóli með fullri þjónustu á Kópaskeri." Undir listann rita sjö foreldrar. Leikskóladeild á Kópaskeri tilheyrir Öxarfjarðarskóla, leikskóladeildin hefur ekki verið starfrækt vegna barnfæðar. Ljóst er að til að unnt sé að starfrækja leikskóla í samræmi við lög um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla þar ákveðinn lágmarksfjölda barna.Guðrún S. Kristjánsdóttir gerði grein fyrir kostnaði og mögulegri mönnun, bæta þarf við einu stöðugildi, fyrir liggur að kostnaður við opnun leikskóladeildar á Kópaskeri rúmast innan fjárhagsáætlunar Öxarfjarðarskóla vegna yfirstandandi árs. Formaður leggur fram eftirfarandi tillögu:"Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að ef þrjú börn eða fleiri eru skráð í leikskóladeild í samreknum leik- og grunnskólum innan sveitarfélagsins, verði haldið úti leikskólaþjónustu í deildinni. Foreldrar skrái börn sín vegna komandi skólaárs fyrir 1. maí ár hvert. Vegna leikskóladeildar á Kópaskeri skólaárið 2014-2015 skrái foreldrar börn sín í deildina fyrir 20. júlí." Stefán Leifur Rögnvaldsson lagði fram breytingatillögu þess efnis að miðað verði við fjögur börn eða fleiri til að leikskóladeild verði starfrækt. Tillaga Stefáns samþykkt með atkvæðum Erlu Daggar, Sigríðar, Annýar Petu og Stefáns gegn atkvæði Olgu. Elisabeth Hauge og Sigurður Alexander Ásmundsson viku af fundi kl. 13:55.