Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, aðlögurnaráætlun Norðurþings
Málsnúmer 201409054
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 117. fundur - 18.09.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) frá 20. febrúar s.l. þar sem nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um breytingar í aðlögunaráætlun Norðurþings. Áður hafði sveitarfélagið svarað fyrirspurn nefndarinnar og vísað til óvissu um nokkra liði áætlunarinnar. Til að uppfylla ákvæði laga um aðlögunaráætlun, er niðurstaða nefndarinnar að óska eftir því við Norðurþing, að sveitarfélagið setji fram aðlögunaráætlun í tveimur hlutum, annars vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar sem taki mið af núverandi aðstæðum í rekstri sveitarfélagsins, þ.e.a.s. aðlögunaráætlun sem taki mið af núverandi rekstrarumhverfi Norðurþings og hins vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar þar sem fram koma áhrif uppbyggingar á Bakka á áætlun um fjárfestingar, tekjur og gjöld sem og aðra liði í rekstri og efnahag. Fyrir bæjarráð liggur aðlögunaráætlun ásamt greinargerð þar sem umbeðnar upplýsingar hafa verið dregnar saman. Aðlögunaráætlunin er sett upp í tvennu lagi eins og óskað er og gerð er grein fyrir forsendum í sérstakri greinargerð. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi aðlögunaráætlun verði samþykkt.
Bæjarstjórn Norðurþings - 39. fundur - 23.09.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 117. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS (Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga) frá 20. febrúar s.l. þar sem nefndin óskar eftir frekari upplýsingum um breytingar í 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings. Áður hafði sveitarfélagið svarað fyrirspurn nefndarinnar og vísað til óvissu um nokkra liði áætlunarinnar. Til að uppfylla ákvæði laga um aðlögunaráætlun, er niðurstaða nefndarinnar að óska eftir því við Norðurþing, að sveitarfélagið setji fram aðlögunaráætlun í tveimur hlutum, annars vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar sem taki mið af núverandi aðstæðum í rekstri sveitarfélagsins, þ.e.a.s. aðlögunaráætlun sem taki mið af núverandi rekstrarumhverfi Norðurþings og hins vegar þann hluta aðlögunaráætlunarinnar þar sem fram koma áhrif uppbyggingar á Bakka á áætlun um fjárfestingar, tekjur og gjöld sem og aðra liði í rekstri og efnahag.
Fyrir bæjarráði liggur 10 ára aðlögunaráætlun ásamt greinargerð þar sem umbeðnar upplýsingar hafa verið dregnar saman. Aðlögunaráætlunin er sett upp í tvennu lagi eins og óskað er og gerð er grein fyrir forsendum í sérstakri greinargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi aðlögunaráætlun verði samþykkt. Fyrir fund bæjarstjórnar í dag fór fram kynning Níels Guðmundssonar, endurskoðanda Enor ehf., á 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings. Til máls tóku: Óli, Soffía, Jónas, Gunnlaugur og Friðrik. Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Fyrir bæjarráði liggur 10 ára aðlögunaráætlun ásamt greinargerð þar sem umbeðnar upplýsingar hafa verið dregnar saman. Aðlögunaráætlunin er sett upp í tvennu lagi eins og óskað er og gerð er grein fyrir forsendum í sérstakri greinargerð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi aðlögunaráætlun verði samþykkt. Fyrir fund bæjarstjórnar í dag fór fram kynning Níels Guðmundssonar, endurskoðanda Enor ehf., á 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings. Til máls tóku: Óli, Soffía, Jónas, Gunnlaugur og Friðrik. Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.
Bæjarráð Norðurþings - 120. fundur - 30.10.2014
Fyrir bæjarráði liggur svar við þremur spurningum EFS vegna 10 ára aðlögunaráætlun Norðurþings en þar er óskað eftir yfirliti um áætluð fjármál A - hluta á aðlögunartímabilinu, upplýsingar um eiginfjármögnun vegna uppbyggingar á Bakka og að lokum hvaðan forsendur um vísitölu neysluverð og launa voru notaðar við áætlunargerðina.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi svar við erindi EFS og felur fjármálastjóra að senda þau inn.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi svar við erindi EFS og felur fjármálastjóra að senda þau inn.