Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Leikskólinn Grænuvellir, staða vistunarmála
Málsnúmer 201412032Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur tillaga að reglum fyrir leikskólann Grænuvelli. Markmiðið er að gera reglur um leikskólann aðgengilegar foreldrum/forráðamönnum barna og öðrum aðilum skólasamfélagsins. Reglurnar snúa m.a. að inntöku barna með það að markmiði að tryggja börnum námsvist á leikskóla sem næst eins árs aldri. Í reglunum er lagt til að opnunartími leikskólans verið til kl. 17:00 í stað kl. 17:15.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 14:30.
2.Ósk um samstarf vegna Jónsviku
Málsnúmer 201502019Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur erindi frá Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur þar sem leitað er eftir langtíma samstarfssamningi vegna Jónsviku, vinnuviku listamanna í Kaldbak.
Í ljósi þröngrar fjárhagsstöðu málaflokksins sér nefndin sér ekki fært að ganga til samstarfssamnings.
3.Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, ósk um hvatningu og styrk
Málsnúmer 201502061Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggur beiðni NKG-verkefnalausna um fjárstyrk vegna Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda. Skólanefndir eru hvattar til að kynna sér hvernig nýsköpunarfræðsla fer fram í skólum sveitarfélagsins. Styrkbeiðninni fylgir kynningarefni vegna keppninnar.
Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.
4.Ályktun fundar skólastjórnenda á þjónustusvæði skólaþjónustu Norðurþings
Málsnúmer 201411097Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja minnispunktar frá fundi formanns fræðslu- og menningarnefndar og fræðslu- og menningarfulltrúa með sveitarstjórum í Þingeyjarsýslu um skólaþjónustu.
Minnispunktar lagðir fram til kynningar.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að framhald verði á þeirri vinnu sem hafin er og almenn stoðþjónusta við skólana verði efld.
Fræðslu- og menningarnefnd leggur áherslu á að framhald verði á þeirri vinnu sem hafin er og almenn stoðþjónusta við skólana verði efld.
5.Starfsáætlun fræðslu- og menningarnefndar 2015
Málsnúmer 201502020Vakta málsnúmer
Tillaga fræðslu- og menningarfulltrúa að fundaáætlun fræðslu- og menningarnefndar kynnt.
Tillagan lögð fram án athugasemda.
6.Menningarstefna Norðurþings
Málsnúmer 201311069Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja drög að menningarstefnu sveitarfélagsins. Drögin eru afrakstur vinnu nefndarinnar og fræðslu- og menningarfulltrúa í samráði við hagsmunaaðila.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi stefnu og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Nefndin felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt stjórnendum annarra leikskóladeilda í sveitarfélaginu að aðlaga reglurnar öðrum leikskólum sveitarfélagins og leggja fyrir nefndina til samþykktar.