Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015 - 2024 og gagnaöflun
Málsnúmer 201501003Vakta málsnúmer
Landsnet vinnur nú að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2015-2014 skv. raforkulögum. Matslýsing er nú til kynningar með athugasemdafresti til 30. janúar n.k.
Lagt fram til kynningar.
2.Breyting aðalskipulags v/ norðurhafnar
Málsnúmer 201406081Vakta málsnúmer
Athugasemdafrestur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Athugasemd barst frá Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni með bréfi dags. 9. janúar 2015. Þeir telja rétt að minnka fyrirhugaða fyllingu innan hafnar nálega um helming. Þeir telja ekki rökstudda þörf á áætluðum iðnaðarlóðum á fyllingunni og minna á að mögulegt væri að tengja iðnaðarsvæði á Höfða betur við hafnarsvæðið til að létta á þörf á uppfyllingarsvæði við höfnina. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir uppfyllingum undir hafnarstarfsemi í Stangarbakkafjöru og því yrði ferðaþjónusta á miðhafnarsvæði umkringd iðnaðarlóðum nái þetta skipulag fram að ganga.
Engar aðrar athugasemdir bárust innan tilskilins athugasemdafrests við aðalskipulagsbreytinguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 6. janúar 2015 að ekki væri gerð athugasemd við breytinguna og Umhverfisstofnun tilkynnti samsvarandi með tölvupósti dags. 12. janúar.
Athugasemd barst frá Jónasi Einarssyni og Kjartani Páli Þórarinssyni með bréfi dags. 9. janúar 2015. Þeir telja rétt að minnka fyrirhugaða fyllingu innan hafnar nálega um helming. Þeir telja ekki rökstudda þörf á áætluðum iðnaðarlóðum á fyllingunni og minna á að mögulegt væri að tengja iðnaðarsvæði á Höfða betur við hafnarsvæðið til að létta á þörf á uppfyllingarsvæði við höfnina. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir uppfyllingum undir hafnarstarfsemi í Stangarbakkafjöru og því yrði ferðaþjónusta á miðhafnarsvæði umkringd iðnaðarlóðum nái þetta skipulag fram að ganga.
Engar aðrar athugasemdir bárust innan tilskilins athugasemdafrests við aðalskipulagsbreytinguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 6. janúar 2015 að ekki væri gerð athugasemd við breytinguna og Umhverfisstofnun tilkynnti samsvarandi með tölvupósti dags. 12. janúar.
Jónas Einarsson vék af fundi við umfjöllun þeirrar einu athugasemdar sem barst.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur að eftirspurn eftir landi á norðurhafnarsvæði verði til lengri tíma meiri en raunhæft er að útbúa með landfyllingum þegar kemur til aukinna umsvifa við höfnina í tengslum við uppbyggingu stóriðju á Bakka. Skortur á landi við stórskipaaðstöðu er líklegur til að verða flöskuháls við uppbyggingu á iðnaðarsvæði á Bakka. Mikilvægt sé að nýta það malarefni sem til fellur við fyrirhugaða jarðgangnagerð í Húsavíkurhöfða til að útbúa sem hagkvæmasta landfyllingu nærri hafnaraðstöðunni fremur en að aka því í gegn um hafnarsvæðið til fyllingar í Stangarbakkafjöru. Þegar hefur einum hektara lands á norðurhafnarsvæðinu verið ráðstafað til fyrsta aðila sem hefur í hyggju að byggja upp á Bakka og því lítið land eftir fyrir aðra aðila. Flestum lóðum á athafnasvæðinu á Höfða hefur þegar verið ráðstafað og ekki á forræði sveitarfélagsins að úthluta þeim. Nefndin telur því skýra þörf fyrir því svæði sem ætlunin er að fylla upp skv. þeirri skipulagstillögu sem kynnt var. Nefndin tekur undir þau sjónarmið bréfritara að mikilvægt sé að tengja athafnasvæði á Höfða betur við höfnina og mun það skoðað við gagngera endurskoðun á deiliskipulagi á Höfða þegar fram líða stundir.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar fellst ekki á skerðingu þeirrar fyllingar sem lögð var til í skipulagstillögunni og leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar á Skipulagsstofnun.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar telur að eftirspurn eftir landi á norðurhafnarsvæði verði til lengri tíma meiri en raunhæft er að útbúa með landfyllingum þegar kemur til aukinna umsvifa við höfnina í tengslum við uppbyggingu stóriðju á Bakka. Skortur á landi við stórskipaaðstöðu er líklegur til að verða flöskuháls við uppbyggingu á iðnaðarsvæði á Bakka. Mikilvægt sé að nýta það malarefni sem til fellur við fyrirhugaða jarðgangnagerð í Húsavíkurhöfða til að útbúa sem hagkvæmasta landfyllingu nærri hafnaraðstöðunni fremur en að aka því í gegn um hafnarsvæðið til fyllingar í Stangarbakkafjöru. Þegar hefur einum hektara lands á norðurhafnarsvæðinu verið ráðstafað til fyrsta aðila sem hefur í hyggju að byggja upp á Bakka og því lítið land eftir fyrir aðra aðila. Flestum lóðum á athafnasvæðinu á Höfða hefur þegar verið ráðstafað og ekki á forræði sveitarfélagsins að úthluta þeim. Nefndin telur því skýra þörf fyrir því svæði sem ætlunin er að fylla upp skv. þeirri skipulagstillögu sem kynnt var. Nefndin tekur undir þau sjónarmið bréfritara að mikilvægt sé að tengja athafnasvæði á Höfða betur við höfnina og mun það skoðað við gagngera endurskoðun á deiliskipulagi á Höfða þegar fram líða stundir.
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar fellst ekki á skerðingu þeirrar fyllingar sem lögð var til í skipulagstillögunni og leggur til við framkvæmda- og hafnanefnd og bæjarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda tillöguna til staðfestingar á Skipulagsstofnun.
3.Breyting á deiliskipulagi norðurhafnar
Málsnúmer 201406082Vakta málsnúmer
Athugasemdafresti vegna tillögu að breytingu deiliskipulags við norðurhöfn Húsavíkur er nú liðinn.
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
1. Jónas Einarsson og Kjartan Páll Þórarinsson, bréf dags. 9. janúar 2015: Jónas og Kjartan Páll telja rétt að minnka fyrirhugaða fyllingu innan hafnar um nálega helming frá þeim áformum sem kynnt voru í deiliskipulagstillögu. Þeir telja ekki rökstudda þörf á áætluðum iðnaðarlóðum á fyllingunni og minna á að mögulegt væri að tengja iðnaðarsvæði á Höfða betur við hafnarsvæðið til að létta á þörf á uppfyllingarsvæði við höfnina. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir uppfyllingum undir hafnarstarfsemi í Stangarbakkafjöru og því yrði ferðaþjónusta á miðhafnarsvæði umkringd iðnaðarlóðum nái þetta skipulag fram að ganga.
2. Per Langsöe Christensen, bréf dags 9. janúar 2015: Per telur að ekki eigi að heimila 8 m háar byggingar sjávarmegin við veginn um Naustafjöru og Norðurgarð. Leggur hann til að hámarkshæð húsa á nýjum lóðum verði 5 m eða etv. 6 m á lóð við slippinn í Naustafjöru.
3. Eimskip ehf, tölvupóstur dags. 7. janúar 2015: Gerð er athugasemd við að felldur er út byggingarreitur innan lóðar þeirra frá fyrra deiliskipulagi, form lóðar er annað en á fyrra skipulagi og skilmála vantar fyrir lóðina. Óskað er eftir að byggingarreitur verði útvíkkaður skv. meðfylgjandi teikningu, heimila megi allt að 12 m háa byggingu á lóðinni og nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,3 eins og gildir um nærliggjandi lóðir.
Ekki bárust aðrar athugasemdir innan tilskilins athugasemdafrests við deiliskipulagstillöguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 6. janúar 2015 að ekki væri gerð athugasemd við skipulagstillöguna og Umhverfisstofnun tilkynnti samsvarandi með tölvupósti dags. 12. janúar.
Athugasemdir bárust frá þremur aðilum.
1. Jónas Einarsson og Kjartan Páll Þórarinsson, bréf dags. 9. janúar 2015: Jónas og Kjartan Páll telja rétt að minnka fyrirhugaða fyllingu innan hafnar um nálega helming frá þeim áformum sem kynnt voru í deiliskipulagstillögu. Þeir telja ekki rökstudda þörf á áætluðum iðnaðarlóðum á fyllingunni og minna á að mögulegt væri að tengja iðnaðarsvæði á Höfða betur við hafnarsvæðið til að létta á þörf á uppfyllingarsvæði við höfnina. Í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir uppfyllingum undir hafnarstarfsemi í Stangarbakkafjöru og því yrði ferðaþjónusta á miðhafnarsvæði umkringd iðnaðarlóðum nái þetta skipulag fram að ganga.
2. Per Langsöe Christensen, bréf dags 9. janúar 2015: Per telur að ekki eigi að heimila 8 m háar byggingar sjávarmegin við veginn um Naustafjöru og Norðurgarð. Leggur hann til að hámarkshæð húsa á nýjum lóðum verði 5 m eða etv. 6 m á lóð við slippinn í Naustafjöru.
3. Eimskip ehf, tölvupóstur dags. 7. janúar 2015: Gerð er athugasemd við að felldur er út byggingarreitur innan lóðar þeirra frá fyrra deiliskipulagi, form lóðar er annað en á fyrra skipulagi og skilmála vantar fyrir lóðina. Óskað er eftir að byggingarreitur verði útvíkkaður skv. meðfylgjandi teikningu, heimila megi allt að 12 m háa byggingu á lóðinni og nýtingarhlutfall lóðarinnar verði 0,3 eins og gildir um nærliggjandi lóðir.
Ekki bárust aðrar athugasemdir innan tilskilins athugasemdafrests við deiliskipulagstillöguna. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra tilkynnti með bréfi dags. 6. janúar 2015 að ekki væri gerð athugasemd við skipulagstillöguna og Umhverfisstofnun tilkynnti samsvarandi með tölvupósti dags. 12. janúar.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar innkomnar athugasemdir. Eftirfarandi eru tillögur skipulags- og byggingarnefndar að úrvinnslu athugasemdanna:
1. Afstaða nefndarinnar til flatarmáls landfyllingar er bókuð í 2. lið þessara fundargerðar vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og vísast í þá bókun.
2. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Pers að hluta. Nefndin leggur til að heimiluð hæð húsa við dráttarbraut og fyrirhugaða björgunarstöð verði 6,5 m. Óbreytt hæðarmörk verði hinsvegar á öðrum lóðum á reitum H1 og H2. Núverandi skemma Eimskips er um 8 m há og hæðarmörk því til samræmis við þegar byggða byggingu á svæðinu.
3. Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök að fella niður byggingarreit á lóð Eimskips og fellst á að skilgreina byggingarreit innan lóðarinnar skv. tillögum skipulagsráðgjafa. Nefndin fellst ekki á að heimila 12 m háa byggingu á þeim reit, en miðar við þá hæð sem er skv. gildandi deiliskipulagi sem er 10 m. Nýtingarhlutfall lóðar verði 0,3 eins og gildir um aðrar lóðir á svæðinu. Afmörkun lóðar í skipulagstillögunni er skv. gildandi lóðarsamningi sem víkur nokkuð frá fyrra skipulagi, að ósk fyrrverandi lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að inn í kafla greinargerðar um skipulagssvæðið verði felldur inn texti: "Allur undirbúningur nýframkvæmda á svæðinu verði vandaður og fenginn arkitekt/landslagsarkitekt í landmótun og hönnun á m.a. aðlaðandi gönguleið meðfram sjónum."
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd, sem og bæjarstjórn, að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar eftir breytingu aðalskipulags skv. 2. lið fundargerðarinnar. Jónas sat hjá við þessa afgreiðslu.
Röðull fór af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
1. Afstaða nefndarinnar til flatarmáls landfyllingar er bókuð í 2. lið þessara fundargerðar vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og vísast í þá bókun.
2. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á sjónarmið Pers að hluta. Nefndin leggur til að heimiluð hæð húsa við dráttarbraut og fyrirhugaða björgunarstöð verði 6,5 m. Óbreytt hæðarmörk verði hinsvegar á öðrum lóðum á reitum H1 og H2. Núverandi skemma Eimskips er um 8 m há og hæðarmörk því til samræmis við þegar byggða byggingu á svæðinu.
3. Skipulags- og byggingarnefnd harmar þau mistök að fella niður byggingarreit á lóð Eimskips og fellst á að skilgreina byggingarreit innan lóðarinnar skv. tillögum skipulagsráðgjafa. Nefndin fellst ekki á að heimila 12 m háa byggingu á þeim reit, en miðar við þá hæð sem er skv. gildandi deiliskipulagi sem er 10 m. Nýtingarhlutfall lóðar verði 0,3 eins og gildir um aðrar lóðir á svæðinu. Afmörkun lóðar í skipulagstillögunni er skv. gildandi lóðarsamningi sem víkur nokkuð frá fyrra skipulagi, að ósk fyrrverandi lóðarhafa.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því að inn í kafla greinargerðar um skipulagssvæðið verði felldur inn texti: "Allur undirbúningur nýframkvæmda á svæðinu verði vandaður og fenginn arkitekt/landslagsarkitekt í landmótun og hönnun á m.a. aðlaðandi gönguleið meðfram sjónum."
Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd, sem og bæjarstjórn, að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til hér að ofan. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar eftir breytingu aðalskipulags skv. 2. lið fundargerðarinnar. Jónas sat hjá við þessa afgreiðslu.
Röðull fór af fundi eftir afgreiðslu þessa liðar.
4.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls
Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer
Eftir tilraunaboranir í berg í s.k. Skurðsbrúnum norðan við Húsavíkurfjall hefur Vegagerðin komist að því að þar megi að líkindum ná í stórgrýti til fyrirhugaðrar brimvarnargerðar á Húsavík. Umframefni sem til félli við sprengingar myndi henta til vegagerðar og fyllinga innan lóða iðnaðarsvæðis. Með efnistöku á þessu svæði til nota á iðnaðarsvæði á Bakka megi stytta flutningsleiðir og draga úr þörf á efnisflutningum í gegn um Húsavík úr opnum námum sunnan byggðarinnar. Aðkoma að námunni yrði um veg samsíða fyrirhugaðri háspennulínu og félli vegagerð því saman við gerð línuvegar. Á þessu svæði er fyrir tilgreint efnistökusvæðið E26 í gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 og skilgreint að þar megi vinna allt að 15.000 m³ af efni.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að unnið verði að gerð breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 þar sem heimiluð verði efnistaka allt að 150.000 m³ á allt að 5 ha svæði í Skurðsbrúnum.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að unnið verði að gerð breytingar á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 þar sem heimiluð verði efnistaka allt að 150.000 m³ á allt að 5 ha svæði í Skurðsbrúnum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags fyrir efnisvinnslusvæði í Skurðsbrúnum.
5.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls
Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að samhliða gerð aðalskipulagsbreytingar sbr. 4. lið fundargerðarinnar verði gerð tillaga að deiliskipulagi fyrir efnistökusvæði í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja af stað vinnu við gerð deiliskipulags fyrir efnistökusvæði í Skurðsbrúnum í samráði við Vegagerðina. Stefnt verði að því að skipulagslýsing vegna skipulagstillagnanna verði tilbúin til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar í febrúar.
6.Deiliskipulag á Öskjureit
Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tilboð HVSM Arkitekta vegna gerðar deiliskipulags fyrir Öskjureit.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja skipulagsvinnu í gang á grunnið tilboðs HVSM Arkitekta.
7.Garðar Geirsson óskar eftir að Laugarbrekka 22 verði skráð einbýli í stað tvíbýlishúss
Málsnúmer 201412048Vakta málsnúmer
Garðar Geirsson óskar eftir að tvær skráðar íbúðir í húsinu að Laugarbrekku 22 verði sameinaðar í eina í fasteignaskráningu.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst fyrir sitt leiti á að íbúðirnar verði sameinaðar, enda leggi umsækjandi fram yfirlýsingu um samþykki veðhafa.
Fundi slitið - kl. 11:20.