Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

125. fundur 10. febrúar 2015 kl. 13:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags vegna efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501026Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls og deiliskipulags sama svæðis. Breytingin innifelur tilfærslu og stækkun efnistökusvæðis E26 þannig að þar megi taka allt að 150.000 m³ af klapparefni til hafnargerðar og sem fyllingarefni. Þar sem mögulega raskast litlar uppsprettur við Bakkaá er gert ráð fyrir að skilgreint vatnsverndarsvæði uppsprettanna verði fellt úr gildi meðan á framkvæmdunum stendur.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

2.Deiliskipulag efnistökusvæðis norðan Húsavíkurfjalls

Málsnúmer 201501027Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti sameiginlega skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna efnistökusvæðis í Skurðsbrúnum norðan Húsavíkurfjalls og deiliskipulags sama svæðis. Breytingin innifelur tilfærslu og stækkun efnistökusvæðis E26 þannig að þar megi taka allt að 150.000 m³ af klapparefni til hafnargerðar og sem fyllingarefni.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn Norðurþings að skipulags- og matslýsingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

3.Breyting aðalskipulags vegna efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409033Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar vegna móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku.

Engar athugasemdir bárust við skipulagstillöguna. Hinsvegar kom í ljós að lega háspennulínu að Bakka var ekki færð réttilega inn á uppdráttinn.

Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsráðgjafa að færa rétta legu háspennulínu inn á skipulagsuppdráttinn og leggur til við bæjarstjórn að þannig verði hann samþykktur. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Deiliskipulag efnislosunarsvæðis

Málsnúmer 201409053Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu deiliskipulags móttökusvæðis jarðvegs við Skjólbrekku.

Engar athugasemdir bárust við skipulagstillöguna á kynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt frá kynningu. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa gildistöku skipulagsins ef ekki eru gerðar athugasemdir við deiliskipulagið af hálfu Skipulagsstofnunar.

5.Deiliskipulag á Öskjureit

Málsnúmer 201411061Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að skipulagslýsingu fyrir s.k. Öskjureit.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að afmarka þurfi reitinn skýrar í skipulagslýsingu. Skipulagssvæðið verði afmarkað af Garðarsbraut í norðri og austri, Árgötu í suðri og Stangarbakka í vestri. Horft verði til þess að frumtillaga að deiliskipulagi verði lögð fyrir fund nefndarinnar í mars n.k. og tillaga til almennrar kynningar verði tilbúin inn á fund skipulagsnefndar í apríl. Tímaramma skipulagsferlis verði breytt í samræmi við þessar hugmyndir í skipulagslýsingu.

Nefndin áréttar að rekstur Öskju var á afmarkaðri lóð í afmarkaðan tíma á svæðinu. Vert væri að leita lengra aftur í söguna að heiti á skipulagssvæðið. Húsavík hefur verið fastur verslunarstaður frá öndverðri 17. öld og væntanlega hefur verslun lengst af verið rekin á þessu svæði.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði sett í kynningu skv. ákvæðum skipulagslaga með ofantöldum breytingum.

6.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Formaður kynnti hugmyndir að endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Þó skammt sé um liðið síðan gengið var frá vönduðu deiliskipulagi svæðisins eru nú uppi hugmyndir um að endurskoða tiltekna þætti skipulagsins til að bregðast við þróun síðustu ára.

Horft er til þess að útbúa lista yfir breytingar til að ræða á næsta fundi skipulags- og byggingarnefndar.

7.Gunnar Björnsson Sandfelli óskar eftir leyfi til að stofna 0,5 ha leigulóð úr Sandfellshaga 2

Málsnúmer 201502014Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 0,5 ha lóðar undir íbúðarhús í landi Sandfellshaga 2. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd með gps-hnitsetningu hornpunkta lóðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar verði samþykkt með fyrirvara um skil á fullnægjandi afstöðumynd lóðarinnar, sem m.a. sýnir aðkomu að lóðinni, staðfestingu á eignarhaldi lands og samþykki nágranna.

8.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Olgu Gísladóttur f.h. Stóranúps ehf.

Málsnúmer 201501072Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn um leyfisveitingu til hana Stórunúpum ehf fyrir nýju rekstrarleyfi til sölu gistingar í Lundi.

Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út þau rými til gistingar sem til þess eru ætluð á samþykktum teikningum.

9.Ragnar Hermannsson, Trésm. Rein ehf. sækir f.h. GPG Seafood ehf. um leyfi til að einangra og klæða utan Hafsilfurhúsið á Raufarhöfn

Málsnúmer 201502001Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að einangra og klæða Hafsilfurhúsið á Raufarhöfn með 100 mm steinull og álklæðningu.

Erindið var samþykkt af byggingarfulltrúa 6. febrúar s.l.

10.Vegagerðin óskar eftir að námur verði setta inn á aðalskipulag

Málsnúmer 201502039Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að fimm tilteknar efnisnámur verði settar inn í aðalskipulag Norðurþings. Um er að ræða námur sem hafa verið notaðar í fyrri tíð.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að breyta aðalskipulagi vegna efnistökunnar að því tilskyldu að umsækjandi kosti skipulagsbreytinguna.

Fundi slitið - kl. 15:30.