Halldór Svanur Olgeirsson sækir um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhús að Bjarnastöðum
Málsnúmer 201406071
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 118. fundur - 01.07.2014
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhús að Bjarnastöðum í Öxarfirði. Meðfylgjandi umsókn er teikningar unnar af Marinó Eggertssyni ásamt afstöðumynd. Flatarmál húss er 74,0 m² skv. framlögðum teikningum, byggt úr timbri og klætt með bárustáli eða sambærilegu efni. Fram kom að húsið hefur þegar verið reist á staðnum. Skipulags- og byggingarnefnd harmar að húsið skildi reist í heimildarleysi. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þinglýst gögn sem staðfesta að land Bjarnastaða er óskipt með Sigtúnum. Skv. ákvæði gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð skal ekki byggja nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins þar til umsækjandi hefur lagt fram skriflegt samþykki meðeiganda að landinu.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 126. fundur - 10.03.2015
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf frá eigendum Bjarnastaða í Öxarfirði dags. 23. janúar s.l. þar sem því er mótmælt að þeim sé gert að skila inn uppáskrifuðu samþykki meðeigenda vegna óskar um byggingarleyfi fyrir ferðaþjónustuhúsi við Bjarnastaði eins og tiltekið er í svari skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings við umsókn um byggingarleyfi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki verði annað ráðið af þinglýstum gögnum en að Bjarnastaðir allir séu óskiptir í skilningi laga þó etv. sé ekki umdeildur afnotaréttur ræktaðs lands. Bréfritarar leggja ekki fram nein gögn sem sanna annað. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á að veita byggingarleyfi á óskiptu landi nema til komi formlegt samþykki meðeigenda.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umsækjanda hafi þegar verið gefinn ríflegur tími til að afla samþykkis fyrir óleyfisbyggingu að Bjarnastöðum. Í ljósi þess að fullnægjandi gögnum hefur ekki verið skilað inn hafnar nefndin ósk um byggingarleyfi og fer fram á að óleyfisbyggingin verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að ekki verði annað ráðið af þinglýstum gögnum en að Bjarnastaðir allir séu óskiptir í skilningi laga þó etv. sé ekki umdeildur afnotaréttur ræktaðs lands. Bréfritarar leggja ekki fram nein gögn sem sanna annað. Skipulags- og byggingarnefnd getur ekki fallist á að veita byggingarleyfi á óskiptu landi nema til komi formlegt samþykki meðeigenda.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að umsækjanda hafi þegar verið gefinn ríflegur tími til að afla samþykkis fyrir óleyfisbyggingu að Bjarnastöðum. Í ljósi þess að fullnægjandi gögnum hefur ekki verið skilað inn hafnar nefndin ósk um byggingarleyfi og fer fram á að óleyfisbyggingin verði fjarlægð fyrir 1. júní n.k.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 129. fundur - 09.06.2015
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 74 m² gistiskála að Bjarnastöðum í Öxarfirði. Húsið er byggt úr timbri og klætt með bárustáli eða sambærilegu efni. Fyrir fundi liggur teikning unnin af Marínó Eggertssyni. Erindi var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar 1. júlí 2014, en þá frestað vegna óvissu um réttindi til lands. Fyrir liggur nú skriflegt samþykki meðeiganda landsins.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað. Þar verði m.a. gerð grein fyrir hvernig eldvörnum verði háttað í mannvirkinu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir húsinu þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað. Þar verði m.a. gerð grein fyrir hvernig eldvörnum verði háttað í mannvirkinu.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 133. fundur - 13.10.2015
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti samþykki sitt fyrir uppbyggingu 74 m² gistiskála að Bjarnastöðum í Öxarfirði til samræmis við ákvörðun nefndarinnar 9. júní s.l.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu skipulags- og byggingarfulltrúa.