Sveitarstjórn Norðurþings
1.Ósk um lausn undan störfum í sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 202103159Vakta málsnúmer
2.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings
Málsnúmer 201810117Vakta málsnúmer
3.Beiðni um tímabundið leyfi frá sveitarstjórn Norðurþings vegna fæðingarorlofs
Málsnúmer 202104090Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
4.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022
Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer
Aðalmaður inn í sveitarstjórn í fæðingarorlofi Hafrúnar verður næsti maður á lista Kristján Friðrik Sigurðsson. Varamaður hans verður Arna Ýr Arnarsdóttir.
Byggðarráð - Aðalmaður verður Kristján Friðrik og Arna Ýr til vara.
Skipulags- og framkvæmdaráð - Aðalmaður verður Ásta Hermannsdóttir og Kristján Friðrik til vara.
Fjölskylduráð - Aðalmaður verður Arna Ýr og Ásta til vara.
SSNE þingfulltrúi - Kristján Friðrik Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður í stað Hafrúnar.
Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Kristján Friðrik Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður og Arna Ýr Arnarsdóttir sem varamaður.
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) fulltrúaráð - Kristján Friðrik Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður og Arna Ýr Arnarsdóttir sem varamaður.
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Kristján Friðrik Sigurðsson kemur inn sem aðalmaður og Arna Ýr Arnarsdóttir sem varamaður.
Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi tillaga frá V-lista vegna áframhaldandi leyfis Óla Halldórssonar;
Að nefndarskipan verði óbreytt hjá V-lista í áframhaldandi leyfis Óla til samræmis við bókun sveitarstjórnar frá 106. fundi 22. september 2020.
Tillaga vegna áframhaldandi leyfis Óla er samþykkt samhljóða.
5.Ársreikningur Norðurþings 2020
Málsnúmer 202103006Vakta málsnúmer
Byggðarráð þakkar Níelsi fyrir góða yfirferð og vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Aðrir sem tóku til máls voru; Kristján og Bergur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi Norðurþings fyrir árið 2020 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
6.Deiliskipulag fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík
Málsnúmer 201909080Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.
7.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri
Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að komið hafi verið með fullnægjandi hætti til móts við tillögur ráðsins frá síðasta fundi. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með áorðnum breytingum og skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku þess.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
8.Samkomulag um afgjald vegna vatnsnotkunar í fiskeldi Rifóss á Röndinni
Málsnúmer 202102058Vakta málsnúmer
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum í samræmi við fyrri samningsdrög og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða.
9.Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla - Endurskoðun
Málsnúmer 202102155Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð hefur endurskoðað viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur og samþykkir þær óbreyttar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur.
10.Ungmennaráð Norðurþings 2021
Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkir tilnefningarnar og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Ráðið óskar ungmennaráði velfarnaðar og hlakkar til samstarfsins.
Fulltrúarnir eru eftirfarandi:
Aðalmenn
Árdís Þráinsdóttir - Fulltrúi af vinnumarkaði
Bergdís Björk Jóhannsdóttir - FSH
Ingvar Örn Tryggvason - Öxarfjarðarskóli
Lea Hrund Hafþórsdóttir - FSH
Magnús Máni Sigurgeirsson - Borgarhólsskóli
Varamenn
Baldvin Einarsson - Öxarfjarðarskóli
Karitas Embla Kristinsdóttir - Borgarhólsskóli
Ríkey Sigurgeirsdóttir - FSH
Kristín Káradóttir - fulltrúi af vinnumarkaði
Sveitarstjórn staðfestir skipun ungmennaráðs samhljóða.
11.Móttökusveitarfélög - beiðni félagsmálaráðuneytisins um þáttöku í tilraunaverkefni
Málsnúmer 202010190Vakta málsnúmer
Fjölskylduráð samþykkti á 78. fundi sínum beiðni félagsmálaráðuneytisins um þátttöku í tilraunaverkefni sem móttökusveitarfélag. Fyrir ráðinu liggja upplýsingar sem kallað var eftir um stöðu innviða samfélagsins. Ráðið leggur til að Norðurþing taki á móti tveimur fjölskyldum samkvæmt verkefninu og vísar málinu til umræðu í sveitarstjórn.
Berglind Hauksdóttir leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd V-lista VG og óháðra:
Undirrituð lýsir mikilli ánægju með þá ákvörðun fjölskylduráðs Norðurþings að opna faðm samfélagsins til að taka á móti flóttafólki til búsetu. V-listi hefur átt frumkvæði að þessu máli og leggur mikla áherslu á það. Norðurþing er ríkt af bæði þeim mannlegu þáttum sem svona verkefni útheimta, svo sem manngæsku og hjálpfýsi en einnig og ekki síður efnislegum þáttum með sterkum kerfislegum innviðum. Svona mál snúast þegar upp er staðið ekki um annað en að koma fólki til aðstoðar sem þarf virkilega á því að halda og nýta þá forréttindastöðu sem við búum við öðrum til hagsbóta. Og það gerum við með myndarbrag og hjálpumst öll að við það. Til hamingju Norðurþing.
Berglind Hauksdóttir.
Silja Jóhannesdóttir tekur undir bókun Berglindar.
12.Ósk frá minnihlutanum um minnisblað um stöðu ýmissa mála
Málsnúmer 202104085Vakta málsnúmer
Undirrituð telja mikilvægt að gera grein fyrir stöðu nokkurra mála;
Atvinnustefna; hvar málið er statt í ferli hjá sveitarfélaginu.
Forvarnarstefna; hvar málið er statt í ferlinu en málið hófst í upphafi árs 2019.
Skólastefna; hvernig gengur innleiðing á stefnunni?
Umhverfisstefna; hvernig gengur innleiðing og hvað er þegar komið til áhrifa?
Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblaðið.
13.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer
Silja lagði fram eftirfarandi bókun:
Þar sem sveitarstjóri kom inn á málið í sinni skýrslu þá langar undirritaðri að bóka eftirfarandi:
Það var ótrúlegt tækifærið sem Húsavíkingar fengu upp í hendurnar þegar myndin Eurovision: The Story of Fire Saga var tekin upp í bænum og ekki varð það minna þegar titillag myndarinnar sem ber nafn bæjarins var tilnefnt til Óskarsverðlaunanna. Það er gleðilegt að sjá hvernig bæjarbúar og Húsavíkurstofa, með Örlyg Hnefil Örlygsson fremstan í flokki hafa tekið við sér og búið er að koma bænum í helstu fréttamiðla, AP news, BBC news og svo mætti lengi telja. Nú geta allir mætt hér Óskarverðlaunahelgishátíðina, gengið rauða dregilinn í galadressinu og fengið sér viðeigandi kvöldmat á veitingahúsi í bænum. Vonandi verður Covid okkur hliðhollt svo að fólk geti eitthvað tekið sig saman, horft á myndbandið við lagið sem tekið var upp hér og fagnað þegar við fáum Óskarinn heim!
Góða skemmtun
Silja Jóhannesdóttir
Helena og Berglind taka undir bókun Silju.
Lagt fram til kynningar.
14.Fjölskylduráð - 86
Málsnúmer 2103007FVakta málsnúmer
Til máls tók undir lið 11 "Samningur Norðurþings og GH 2021": Bergur, Hafrún og Birna.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
15.Fjölskylduráð - 87
Málsnúmer 2103009FVakta málsnúmer
16.Fjölskylduráð - 88
Málsnúmer 2104002FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
17.Skipulags- og framkvæmdaráð - 92
Málsnúmer 2103005FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 93
Málsnúmer 2103008FVakta málsnúmer
19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 94
Málsnúmer 2104001FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
20.Byggðarráð Norðurþings - 357
Málsnúmer 2103006FVakta málsnúmer
21.Byggðarráð Norðurþings - 358
Málsnúmer 2103010FVakta málsnúmer
22.Byggðarráð Norðurþings - 359
Málsnúmer 2104003FVakta málsnúmer
23.Orkuveita Húsavíkur ohf - 217
Málsnúmer 2103003FVakta málsnúmer
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.