Fara í efni

Ósk frá minnihlutanum um minnisblað um stöðu ýmissa mála

Málsnúmer 202104085

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 112. fundur - 20.04.2021

Undirrituð óska eftir minnisblaði frá sveitarstjóra vegna nokkurra mála er varðar stefnuvinnu og -mótun. Sömuleiðis um innleiðingu þeirra.


Undirrituð telja mikilvægt að gera grein fyrir stöðu nokkurra mála;
Atvinnustefna; hvar málið er statt í ferli hjá sveitarfélaginu.
Forvarnarstefna; hvar málið er statt í ferlinu en málið hófst í upphafi árs 2019.
Skólastefna; hvernig gengur innleiðing á stefnunni?
Umhverfisstefna; hvernig gengur innleiðing og hvað er þegar komið til áhrifa?

Bergur Elías Ágústsson
Hafrún Olgeirsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Hrund Ásgeirsdóttir
Til máls tóku; Kristján og Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblaðið.

Sveitarstjórn Norðurþings - 114. fundur - 15.06.2021

Á 112. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað;

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblaðið.
Til máls tóku; Kristján Þór og Hjálmar Bogi.

Lagt fram til kynningar.