Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings - 212

Málsnúmer 1704008

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 68. fundur - 02.05.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 212. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 13 "Aðalfundur Fjallalambs árið 2017": Hjálmar.

Til máls tók undir lið 15 "Fundargerðir Eyþings 2016-2017, liður 5b Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 207. mál",: Óli, Sif og Soffía.


"Undirrituð andmæla harðlega bókun stjórnar Eyþings frá 294. fundi um orkunýtingu landsvæða.

Raforkuframleiðsla á Norðurlandi hefur verið meiri en nýting þar og hefur umfram framleiðsla verið nýtt í öðrum landshlutum. Áætlanir eru uppi um aukna framleiðslu raforku á stöðum sem þegar hafa verið virkjaðir og eru í nýtingarflokki. Einnig er nú horft til aukinnar framleiðslu raforku í minni virkjunum. Þannig er framleitt nægt rafmagn í landshlutanum til að tryggja nægilega orku fyrir atvinnulíf og uppbyggingu þess, þrátt fyrir að stórir kostir í vatnsaflsvirkjunum verði nú settir í verndarflokk. Einnig er rétt að benda á að í tillögunni eru nokkrir virkjanakostir á Norðurlandi í biðflokki. Vandamál landshlutans hvað raforku varðar liggur hvorki í lítilli framleiðslu né takmörkuðum möguleikum til aukningar, vandinn liggur í ótryggri miðlun raforku innan hans. Mjög brýnt er að Landsnet, hlutaðeigandi sveitarfélög og landeigendur nái sátt um úrbætur á raforkuflutningskerfi á Norðurlandi til að bregðast við þessari stöðu. Íbúar og sveitarfélög eiga ekki að láta stilla sér upp með þeim hætti að sjálfsögð rafmagnsnotkun til atvinnulífs útheimti umdeildar virkjanaframkvæmdir og breytingar á áður kynntri stefnu rammaáætlunar. Slík áform myndu enn fremur útheimta áralangan undirbúningstíma og fullkomna óvissu um hvort og hvaða sátt næðist um virkjunarkosti. 

Óli Halldórsson, Sif Jóhannesdóttir"