Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist forseti sveitarstjórnar látins bæjarfulltrúa, Friðfinns Hermannssonar og vottuðu fundarmenn honum virðingu sína með því að rísa úr sætum.
1.Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings 2017
Málsnúmer 201704096Vakta málsnúmer
Á 212. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið setji sér markmið um að selja stóran hluta af núverandi íbúðum og stuðla að því að byggðar verði nýjar íbúðir í svokölluðu Leiguheimilakerfi. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótarframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu."
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið setji sér markmið um að selja stóran hluta af núverandi íbúðum og stuðla að því að byggðar verði nýjar íbúðir í svokölluðu Leiguheimilakerfi. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótarframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu."
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið setji sér markmið um sölu íbúða í eigu sveitarfélagsins. Núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu. Stuðlað verði að byggingu nýrra íbúða í svokölluðu Leiguheimilakerfi með það að markmiði að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótarframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
2.Hafnanefnd - 14
Málsnúmer 1704003Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 14. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.
3.Orkuveita Húsavíkur ohf - 163
Málsnúmer 1704006Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 163. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Fundargerðin er lögð fram.
4.Framkvæmdanefnd - 16
Málsnúmer 1704010Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 16. fundar framkvæmdarnefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.
5.Byggðarráð Norðurþings - 212
Málsnúmer 1704008Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 212. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 13 "Aðalfundur Fjallalambs árið 2017": Hjálmar.
Til máls tók undir lið 15 "Fundargerðir Eyþings 2016-2017, liður 5b Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 207. mál",: Óli, Sif og Soffía.
"Undirrituð andmæla harðlega bókun stjórnar Eyþings frá 294. fundi um orkunýtingu landsvæða.
Raforkuframleiðsla á Norðurlandi hefur verið meiri en nýting þar og hefur umfram framleiðsla verið nýtt í öðrum landshlutum. Áætlanir eru uppi um aukna framleiðslu raforku á stöðum sem þegar hafa verið virkjaðir og eru í nýtingarflokki. Einnig er nú horft til aukinnar framleiðslu raforku í minni virkjunum. Þannig er framleitt nægt rafmagn í landshlutanum til að tryggja nægilega orku fyrir atvinnulíf og uppbyggingu þess, þrátt fyrir að stórir kostir í vatnsaflsvirkjunum verði nú settir í verndarflokk. Einnig er rétt að benda á að í tillögunni eru nokkrir virkjanakostir á Norðurlandi í biðflokki. Vandamál landshlutans hvað raforku varðar liggur hvorki í lítilli framleiðslu né takmörkuðum möguleikum til aukningar, vandinn liggur í ótryggri miðlun raforku innan hans. Mjög brýnt er að Landsnet, hlutaðeigandi sveitarfélög og landeigendur nái sátt um úrbætur á raforkuflutningskerfi á Norðurlandi til að bregðast við þessari stöðu. Íbúar og sveitarfélög eiga ekki að láta stilla sér upp með þeim hætti að sjálfsögð rafmagnsnotkun til atvinnulífs útheimti umdeildar virkjanaframkvæmdir og breytingar á áður kynntri stefnu rammaáætlunar. Slík áform myndu enn fremur útheimta áralangan undirbúningstíma og fullkomna óvissu um hvort og hvaða sátt næðist um virkjunarkosti.
Óli Halldórsson, Sif Jóhannesdóttir"
Til máls tók undir lið 15 "Fundargerðir Eyþings 2016-2017, liður 5b Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 207. mál",: Óli, Sif og Soffía.
"Undirrituð andmæla harðlega bókun stjórnar Eyþings frá 294. fundi um orkunýtingu landsvæða.
Raforkuframleiðsla á Norðurlandi hefur verið meiri en nýting þar og hefur umfram framleiðsla verið nýtt í öðrum landshlutum. Áætlanir eru uppi um aukna framleiðslu raforku á stöðum sem þegar hafa verið virkjaðir og eru í nýtingarflokki. Einnig er nú horft til aukinnar framleiðslu raforku í minni virkjunum. Þannig er framleitt nægt rafmagn í landshlutanum til að tryggja nægilega orku fyrir atvinnulíf og uppbyggingu þess, þrátt fyrir að stórir kostir í vatnsaflsvirkjunum verði nú settir í verndarflokk. Einnig er rétt að benda á að í tillögunni eru nokkrir virkjanakostir á Norðurlandi í biðflokki. Vandamál landshlutans hvað raforku varðar liggur hvorki í lítilli framleiðslu né takmörkuðum möguleikum til aukningar, vandinn liggur í ótryggri miðlun raforku innan hans. Mjög brýnt er að Landsnet, hlutaðeigandi sveitarfélög og landeigendur nái sátt um úrbætur á raforkuflutningskerfi á Norðurlandi til að bregðast við þessari stöðu. Íbúar og sveitarfélög eiga ekki að láta stilla sér upp með þeim hætti að sjálfsögð rafmagnsnotkun til atvinnulífs útheimti umdeildar virkjanaframkvæmdir og breytingar á áður kynntri stefnu rammaáætlunar. Slík áform myndu enn fremur útheimta áralangan undirbúningstíma og fullkomna óvissu um hvort og hvaða sátt næðist um virkjunarkosti.
Óli Halldórsson, Sif Jóhannesdóttir"
6.Æskulýðs- og menningarnefnd - 10
Málsnúmer 1704005Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 10. fundar æskulýðs- og meninngarnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 11 "Fundargerð Ungmennaráðs Norðurþings - 6", Soffía og Óli.
Til máls tóku undir lið 2 "Málefni bókasafna Norðurþings", Hjálmar og Erna.
Fundargerðin er lögð fram.
Til máls tóku undir lið 2 "Málefni bókasafna Norðurþings", Hjálmar og Erna.
Fundargerðin er lögð fram.
7.Fræðslunefnd - 13
Málsnúmer 1703019Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 13. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.
8.Skýrsla sveitarstjóra
Málsnúmer 201504047Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fer yfir verkefni frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Til máls tók: Kristján.
9.Tilnefningar í hverfisráð Reykjahverfis
Málsnúmer 201704054Vakta málsnúmer
Á 212. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Á íbúafundi sem haldinn var í Heiðarbæ, Reykjahverfi, þann 29. mars 2017 voru eftirfarandi aðilar tilnefndir í hverfisráðs Reykjahverfis.
Aðalmenn; Atli Jespersen, Krummaholti Hilmar Kári Þráinsson, Reykjavöllum María Svanþrúður Jónsdóttir, Hrísateigi Varamenn; Rúnar Óskarsson, Hrísateigi Aðalheiður Þorgrímsdóttir, Skógum
Byggðarráð vísar tilnefningum til staðfestingar í sveitarstjórn."
Á íbúafundi sem haldinn var í Heiðarbæ, Reykjahverfi, þann 29. mars 2017 voru eftirfarandi aðilar tilnefndir í hverfisráðs Reykjahverfis.
Aðalmenn; Atli Jespersen, Krummaholti Hilmar Kári Þráinsson, Reykjavöllum María Svanþrúður Jónsdóttir, Hrísateigi Varamenn; Rúnar Óskarsson, Hrísateigi Aðalheiður Þorgrímsdóttir, Skógum
Byggðarráð vísar tilnefningum til staðfestingar í sveitarstjórn."
Til máls tóku: Sif, Hjálmar og Óli.
Sveitarstjórn samþykkir framkomnar tilnefningar í hverfisráð Reykjahverfis.
Sveitarstjórn samþykkir framkomnar tilnefningar í hverfisráð Reykjahverfis.
10.Gatnagerðargjöld
Málsnúmer 201610039Vakta málsnúmer
Á 16. fundi framkvæmdanefndar var eftirfarandi bókað:
"Framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006 sbr. staflið a) í 7. grein samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi."
"Framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að felld verði niður gatnagerðargjöld vegna lóða sem úthlutað var fyrir 1. febrúar 2006 sbr. staflið a) í 7. grein samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald holræsa, byggingaleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi."
Tillagan er samþykkt samhljóða.
11.Kosning varaforseta í leyfi Gunnlaugs Stefánssonar
Málsnúmer 201705012Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um kjör varaforseta í leyfi Gunnlaugs Stefánssonar.
Forseti bar upp tillögu um að Soffía Helgadóttir verði kjörin varaforseti sveitarstjórnar Norðurþings.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
12.Húsnæðismál í Norðurþingi
Málsnúmer 201703160Vakta málsnúmer
Á 212. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið marki húsnæðisstefnu og markmið til lengri tíma. Stefnan og markmiðin taki mið af aðalskipulagi Norðurþings og greiningu í skýrslunni "Tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík", sem birt var í júní 2016."
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið marki húsnæðisstefnu og markmið til lengri tíma. Stefnan og markmiðin taki mið af aðalskipulagi Norðurþings og greiningu í skýrslunni "Tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík", sem birt var í júní 2016."
Til máls tóku: Óli, Kristján, Kjartan, Hjálmar, Jónas, Soffía, Sif.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
13.Fjármögnun framkvæmda og endurfjármögnun hafnasjóðs.
Málsnúmer 201704084Vakta málsnúmer
Á 14. fundi hafnanefndar var eftirfarandi bókað:
"Hafnanefnd Norðurþings samþykkir að leggja inn lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 350 milljónir kr. Jafnframt óskar hafnanefnd eftir heimild sveitarstjórnar að til tryggingar láninu standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán Hafnarsjóðs við Aðalsjóð Norðurþings og til fjármögnunar hluta framkvæmda við frágang á hafnarsvæðinu árið 2017 skv. fjárhagsáætlun ársins 2017, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.150/2006. Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra, kt. 120279-4599 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. hafnanefndar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni."
"Hafnanefnd Norðurþings samþykkir að leggja inn lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 350 milljónir kr. Jafnframt óskar hafnanefnd eftir heimild sveitarstjórnar að til tryggingar láninu standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna lán Hafnarsjóðs við Aðalsjóð Norðurþings og til fjármögnunar hluta framkvæmda við frágang á hafnarsvæðinu árið 2017 skv. fjárhagsáætlun ársins 2017, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.150/2006. Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, sveitarstjóra, kt. 120279-4599 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. hafnanefndar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Hjálmar Bogi greiðir atkvæði gegn tillögunni."
Til máls tóku: Kristján, Jónas, Soffía og Hjálmar.
Hjálmar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fyrirhugaður fjármálagjörningur við fjárhagslega endurskipulagningu Hafnasjóðs sem og samstæðu sveitarfélagsins er óskynsamlegur og órökstuddur. Hann virðist fyrst og fremst hugsaður til skamms tíma til að bjarga fjárhag A-hluta samstæðu Norðurþings. Að ganga svo hart fram á Hafnasjóð, þ.e. að breyta gamalli og uppsafnaðri viðskiptaskuld til margra ára í vaxtaberandi lán er óskynsamlegt. Greiðsluáætlun sjóðsins í heild liggur ekki fyrir. Hafnasjóður mun standa eftir skuldsettari og þrátt fyrir að rekstur hans hafi batnað til muna undanfarið. Skynsamlegra að gera langtímaáætlun um að greiða niður viðskiptaskuld sjóðsins við Norðurþing enda miðast fjármálagjörningurinn við að greiðslugeta sjóðsins sé 20-30 milljónir á ári en til stendur að greiða viðskiptaskuld upp á allt að 250 milljónir."
Soffía tekur undir bókun Hjálmars.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Kjartans og Jónasar. Hjálmar og Soffía greiða atkvæði á móti tillögunni.
Hjálmar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fyrirhugaður fjármálagjörningur við fjárhagslega endurskipulagningu Hafnasjóðs sem og samstæðu sveitarfélagsins er óskynsamlegur og órökstuddur. Hann virðist fyrst og fremst hugsaður til skamms tíma til að bjarga fjárhag A-hluta samstæðu Norðurþings. Að ganga svo hart fram á Hafnasjóð, þ.e. að breyta gamalli og uppsafnaðri viðskiptaskuld til margra ára í vaxtaberandi lán er óskynsamlegt. Greiðsluáætlun sjóðsins í heild liggur ekki fyrir. Hafnasjóður mun standa eftir skuldsettari og þrátt fyrir að rekstur hans hafi batnað til muna undanfarið. Skynsamlegra að gera langtímaáætlun um að greiða niður viðskiptaskuld sjóðsins við Norðurþing enda miðast fjármálagjörningurinn við að greiðslugeta sjóðsins sé 20-30 milljónir á ári en til stendur að greiða viðskiptaskuld upp á allt að 250 milljónir."
Soffía tekur undir bókun Hjálmars.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Kjartans og Jónasar. Hjálmar og Soffía greiða atkvæði á móti tillögunni.
14.Viðauki við fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2017
Málsnúmer 201704099Vakta málsnúmer
Á 14. fundi hafnanefndar var eftirfarandi bókað:
"Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017."
"Hafnanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2017."
Til máls tóku: Kristján og Jónas.
Samþykkt með atkvæðum Óla, Ernu, Olgu, Örlygs, Kjartans og Jónasar. Hjálmar og Soffía sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Samþykkt með atkvæðum Óla, Ernu, Olgu, Örlygs, Kjartans og Jónasar. Hjálmar og Soffía sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
15.Rekstur tjaldsvæða á Kópaskeri og Raufarhöfn - gjaldskrá 2017
Málsnúmer 201701148Vakta málsnúmer
Á 10. fundi æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað:
"Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til eftirfarandi gjaldskrá fyrir sumarið 2017. Fullorðnir - 1200 kr Börn 16 ára og yngri - frítt ellilífeyrisþegar/öryrkjar - 1000 kr rafmagn pr sólarhring - 800 kr þvottavél (Raufarhöfn) - 800 þurrkari (Raufarhöfn) - 800 Athygli er vakin á því að gistináttaskattur er innifalinn í verði. Einnig eru tjaldsvæðin inn í útilegukortinu 2017. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að meðfylgjandi gjaldskrá verði samþykkt."
"Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til eftirfarandi gjaldskrá fyrir sumarið 2017. Fullorðnir - 1200 kr Börn 16 ára og yngri - frítt ellilífeyrisþegar/öryrkjar - 1000 kr rafmagn pr sólarhring - 800 kr þvottavél (Raufarhöfn) - 800 þurrkari (Raufarhöfn) - 800 Athygli er vakin á því að gistináttaskattur er innifalinn í verði. Einnig eru tjaldsvæðin inn í útilegukortinu 2017. Nefndin vísar málinu til sveitarstjórnar og leggur til að meðfylgjandi gjaldskrá verði samþykkt."
Til máls tók: Örlygur.
Gjaldskráin er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Sifjar, Kjartans, Jónasar, Hjálmars og Soffíu. Örlygur greiðir atkvæði á móti og Olga greiðir ekki atkvæði.
Gjaldskráin er samþykkt með atkvæðum Ernu, Óla, Sifjar, Kjartans, Jónasar, Hjálmars og Soffíu. Örlygur greiðir atkvæði á móti og Olga greiðir ekki atkvæði.
16.Ungt fólk og lýðræði 2017
Málsnúmer 201702175Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ályktun ráðstefnunnar "Ungt fólk og lýðræði 2017."
Til máls tóku: Örlygur, Hjálmar, Óli, Kjartan, Soffía, Olga og Sif.
Óli lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Nefndarfólki í ungmennaráði Norðurþings verði greitt á sama hátt og öðrum fastanefndum sveitarfélagsins."
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Óla, Ernu, Olgu, Örlygs, Sifjar, Kjartans og Hjálmars. Jónas greiðir atkvæði á móti og Soffia situr hjá.
Óli lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Nefndarfólki í ungmennaráði Norðurþings verði greitt á sama hátt og öðrum fastanefndum sveitarfélagsins."
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Óla, Ernu, Olgu, Örlygs, Sifjar, Kjartans og Hjálmars. Jónas greiðir atkvæði á móti og Soffia situr hjá.
17.Ársreikningur Norðurþings 2017
Málsnúmer 201704101Vakta málsnúmer
Á 212. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt:
"Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
"Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningi 2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tóku: Kristján, Jónas, Soffía, Hjálmar, Óli, Erna.
Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun.
"Ánægjulegt er að sjá þann viðsnúning á afkomu sveitarfélagsins sem ársreikningur 2016 sýnir. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings er jákvæð um 282 milljónir króna og jákvæð um 100 milljónir króna ef horft er til A-hluta eingöngu. Skuldahlutfall samkvæmt reglum um fjárhagsviðmið sveitarfélaga er komið niður í 136% fyrir samstæðuna og 128% fyrir A-hlutann. Með því er Norðurþing komið vel niður fyrir 150% viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga, mun fyrr en áætlað hefur verið. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings er stoltur af þeirri niðurstöðu sem fyrir liggur. Þessi viðsnúningur er sérstaklega athyglisverður fyrir það að undanfarið hefur verið mikill uppbyggingartími hjá sveitarfélaginu, m.a. við mannaflsfreka samningagerð, skipulagsvinnu, útfærslu og framkvæmd ýmissa verkefna í tengslum við atvinnulífið á svæðinu. Meirihlutinn vill þakka stjórnsýslu, stjórnendum og öðru starfsfólki Norðurþings sérstaklega fyrir vel unnin verk á álagstímum.
Óli, Erna, Sif, Örlygur, Olga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að visa ársreikningi Norðurþings til seinni umræðu.
Meirihluti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun.
"Ánægjulegt er að sjá þann viðsnúning á afkomu sveitarfélagsins sem ársreikningur 2016 sýnir. Rekstrarniðurstaða samstæðu Norðurþings er jákvæð um 282 milljónir króna og jákvæð um 100 milljónir króna ef horft er til A-hluta eingöngu. Skuldahlutfall samkvæmt reglum um fjárhagsviðmið sveitarfélaga er komið niður í 136% fyrir samstæðuna og 128% fyrir A-hlutann. Með því er Norðurþing komið vel niður fyrir 150% viðmið eftirlitsnefndar sveitarfélaga, mun fyrr en áætlað hefur verið. Meirihluti sveitarstjórnar Norðurþings er stoltur af þeirri niðurstöðu sem fyrir liggur. Þessi viðsnúningur er sérstaklega athyglisverður fyrir það að undanfarið hefur verið mikill uppbyggingartími hjá sveitarfélaginu, m.a. við mannaflsfreka samningagerð, skipulagsvinnu, útfærslu og framkvæmd ýmissa verkefna í tengslum við atvinnulífið á svæðinu. Meirihlutinn vill þakka stjórnsýslu, stjórnendum og öðru starfsfólki Norðurþings sérstaklega fyrir vel unnin verk á álagstímum.
Óli, Erna, Sif, Örlygur, Olga."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að visa ársreikningi Norðurþings til seinni umræðu.
18.Uppbygging slökkvistöðvar
Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer
Á 16. fundi framkvæmdanefndar og 212. fundi byggðarráðs var samþykkt að vísa umræðu um uppbyggingu slökkvistöðvar til sveitarstjórnar.
Fyrir sveitarstjórn Norðurþings liggja gögn er varða þrjár meginleiðir til uppbyggingar slökkvistöðvar á Húsavík. Sveitarstjórn telur mikilvægt að horft sé til framtíðar hvað rekstur liðsins varðar og unnið verði út frá því að húsnæðið sem byggja á geti rúmað aðstöðu hafna sem og samstarfsverkefni sem slökkviliðið kann að sinna.
Sveitarstjórn telur æskilegast að unnið verði út frá svokallaðri "leið 3", sem byggir á að starfsmannaaðstaða og mannvistarrými verði í syðri enda hússins á einni hæð og áfast stærri skemmu sem hýsa mun tækjabúnað liðsins, geymslur og aðstöðu hafna Norðurþings á Húsavík. Gert verði ráð fyrir því að ef til aukinna verkefna komi m.v. núverandi áform megi byggja aðra hæð ofan á mannvistarrýmið, sem og fleiri bil við skemmuálmu hússins.
Ljóst er að kostnaðaráætlun m.v. fyrirliggjandi gögn er nokkru hærri en sveitarstjórn lagði upp með að setja í verkefnið skv. fjárhagsáætlun ársins. Þrátt fyrir það fer sveitarstjórn fram á að eignasjóður útfæri húsbygginguna á ofangreindum forsendum, en áður en til fullnaðarhönnunar komi verði þó leitað leiða til að draga úr byggingarmagni mannvistarhluta hússins.
Til máls tóku: Hjálmar, Óli, Kristján, Sif og Erna.
Samþykkt samhljóða.
19.Aðalfundur Veiðifélags Deildarár 2016
Málsnúmer 201705013Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Deildarár sem haldinn verður fimmtudaginn 4. maí kl. 20.
Sveitarstjóra falið að skipa fulltrúa á fund Veiðifélags Deildarár 2016.
Fundi slitið - kl. 20:00.