Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings 2017
Málsnúmer 201704096
Vakta málsnúmerByggðarráð Norðurþings - 212. fundur - 27.04.2017
Sveitarfélagið Norðurþing á töluverðan fjölda íbúða sem annarsvegar eru leigðar íbúum á félagslegum forsendum og hinsvegar á almennum markaði. Stefna sveitarfélagsins um þónokkra hríð hefur verið sú að selja út úr eignsafni íbúðir sem losna. Fyrir byggðarráði liggur tillaga að veita núverandi leigutökum í íbúðum Norðurþings kauprétt til tveggja mánaða á markaðsverði eignanna.
Sveitarstjórn Norðurþings - 68. fundur - 02.05.2017
Á 212. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið setji sér markmið um að selja stóran hluta af núverandi íbúðum og stuðla að því að byggðar verði nýjar íbúðir í svokölluðu Leiguheimilakerfi. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótarframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu."
"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið setji sér markmið um að selja stóran hluta af núverandi íbúðum og stuðla að því að byggðar verði nýjar íbúðir í svokölluðu Leiguheimilakerfi. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótarframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu."
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið setji sér markmið um sölu íbúða í eigu sveitarfélagsins. Núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu. Stuðlað verði að byggingu nýrra íbúða í svokölluðu Leiguheimilakerfi með það að markmiði að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að sækja um almenn stofnframlög og viðbótarframlög til Íbúðarlánasjóðs á grundvelli þessa verkefnis
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Framkvæmdanefnd - 17. fundur - 11.05.2017
Kynning og umræða um stefnu sveitarfélagsins í húsnæðismálum 2017.
Framkvæmdanefnd tekur undir áform um sölu og endurnýjun eigna í eigu Norðurþings.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að núverandi leigutökum verði boðinn kaupréttur á íbúðum innan ákveðins tíma að undangenginni kynningu.