Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Uppbygging slökkvistöðvar
Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til greinagerðar Faglausnar um hönnun nýrrar slökkvistöðvar.
2.Heimild til sölu á íbúðarhúsnæði í eigu Norðurþings 2017
Málsnúmer 201704096Vakta málsnúmer
Kynning og umræða um stefnu sveitarfélagsins í húsnæðismálum 2017.
Framkvæmdanefnd tekur undir áform um sölu og endurnýjun eigna í eigu Norðurþings.
3.Gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík 2017
Málsnúmer 201705063Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að samþykkja gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík fyrir árið 2017.
Fullorðinn (fyrsta nóttin): 1.400 kr
Næstu nætur: 1.000 kr / nóttin
Ellilífeyrisþegar / Örorkuþegar: 1.000 kr
Börn 0-15 ára: Frítt
Rafmagn: 700 kr
Þvottavél: 500 kr
Tjaldsvæðið verður opið frá 15.maí - 30.september.
Fullorðinn (fyrsta nóttin): 1.400 kr
Næstu nætur: 1.000 kr / nóttin
Ellilífeyrisþegar / Örorkuþegar: 1.000 kr
Börn 0-15 ára: Frítt
Rafmagn: 700 kr
Þvottavél: 500 kr
Tjaldsvæðið verður opið frá 15.maí - 30.september.
Framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi og óbreytta gjaldskrá tjaldsvæðis á Húsavík og vísar málinu til staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Frágangur lóðar við Höfða 7
Málsnúmer 201705064Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort ráðist skuli í framkvæmdir á Höfða til þess að gera þeim fyrirtækjum sem þar eru staðsett kleift að klára frágang sinna lóða.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að láta færa veginn af lóð Höfða 7 svo Val ehf sé kleift að ganga frá lóð sinni.
5.Vallholtsvegur 10 - Leiga
Málsnúmer 201705068Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til erindis RX ehf um að taka á leigu hluta af Vallholtsvegi 10 undir starfsemi sína.
Framkvæmdanefnd hyggst ekki fara í framkvæmdir við húsnæðið að Vallholtsvegi 10, enda er það til sölu í heild sinni.
6.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut
Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort halda skuli settri stefnu með SportTæki, eða hvort horfa skuli til annara og heildstæðari lausna m.t.t. kostnaðar.
Komin var tillaga að nýrri útfærslu brautar og er beðið eftir verði í hana.
Komin var tillaga að nýrri útfærslu brautar og er beðið eftir verði í hana.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma málinu áfram til kostnaðargreiningar og hönnunar.
7.Almennt um sorpmál 2017
Málsnúmer 201701101Vakta málsnúmer
Almenn umræða um stöðu sorpmála í Norðurþingi
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að taka saman kostnað við söfnun, flutning og förgun sorps og undirbúa næstu skref í sorphirðumálum.
8.Lausaganga stórgripa
Málsnúmer 201705085Vakta málsnúmer
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til lausagöngu stórgripa, þ.e. nautgripa og hrossa í Norðurþingi.
Kvartanir hafa borist vegna lausagöngu nautgripa og hrossa.
Önnur sveitarfélög eru með samþykktir um lausagöngu stórgripa. Þær byggja á 4. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.
Kvartanir hafa borist vegna lausagöngu nautgripa og hrossa.
Önnur sveitarfélög eru með samþykktir um lausagöngu stórgripa. Þær byggja á 4. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að útbúa samþykkt um lausagöngu stórgripa í Norðurþingi og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.
Fundi slitið - kl. 18:15.
Framkvæmdanefnd leggur til að farin verði "leið 3" sem kynnt hefur verið og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.