Ungt fólk og lýðræði 2017
Málsnúmer 201702175
Vakta málsnúmerÆskulýðs- og menningarnefnd - 9. fundur - 14.03.2017
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur nú fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN - UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS. Ráðstefnan fer fram dagana 5 - 7. apríl nk. á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
Æskulýðs- og menningarnefnd samþykkir að styrkja tvö ungmenni til farar á ráðstefnuna.Ungmennaráði Norðurþings er falið að velja fulltrúana í samráði við Íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Ungmennaráð Norðurþings - 6. fundur - 21.03.2017
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stendur nú fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN - UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS. Ráðstefnan fer fram dagana 5 - 7. apríl nk. á Hótel Laugabakka í Miðfirði. Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára.
Ungmennaráð tilnefndir Áslaugu Mundu og Bjarteyju Unni til að fara á ráðstefnuna.
Sveitarstjórn Norðurþings - 68. fundur - 02.05.2017
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar ályktun ráðstefnunnar "Ungt fólk og lýðræði 2017."
Til máls tóku: Örlygur, Hjálmar, Óli, Kjartan, Soffía, Olga og Sif.
Óli lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Nefndarfólki í ungmennaráði Norðurþings verði greitt á sama hátt og öðrum fastanefndum sveitarfélagsins."
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Óla, Ernu, Olgu, Örlygs, Sifjar, Kjartans og Hjálmars. Jónas greiðir atkvæði á móti og Soffia situr hjá.
Óli lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Nefndarfólki í ungmennaráði Norðurþings verði greitt á sama hátt og öðrum fastanefndum sveitarfélagsins."
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Óla, Ernu, Olgu, Örlygs, Sifjar, Kjartans og Hjálmars. Jónas greiðir atkvæði á móti og Soffia situr hjá.
Ungmennaráð Norðurþings - 7. fundur - 21.06.2017
Bjartey Unnur Stefánsdóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir sóttu ráðstefnuna fyrir hönd Norðurþings ásamt Guðrúnu Hildi Einarsdóttur starfsmanni Túns.
Ráðstefnan ungt fólk og lýðræði 2017 fór vel fram og þátttakendur Norðurþings voru ánægðir með dagana.
Mörg áhugaverð mál voru rædd og Ungmennaráð hvetur Norðurþing til að senda fulltrúa á ráðstefnuna árið 2018.
Mörg áhugaverð mál voru rædd og Ungmennaráð hvetur Norðurþing til að senda fulltrúa á ráðstefnuna árið 2018.