Fara í efni

Orkuveita Húsavíkur ohf - 187

Málsnúmer 1901005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 88. fundur - 22.01.2019

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 187. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 5 "Stefnumótun fyrir Orkuveitu Húsavíkur ohf.": Helena, Hjálmar, Bergur og Kristján.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Nú þegar undirbúningur stefnumótunar fyrir Orkuveitu Húsavíkur fer í hönd telur undirrituð rétt að í stefnumótunarvinnunni verði fjallað um kosti og galla núverandi rekstrarforms Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem og kosti og galla annarra leiða við rekstur veitustarfsemi. Ástæðan er ekki að uppi séu áform um að breyta rekstarforminu heldur til staðfestingar á að Orkuveita Húsavíkur ohf. sem er í eign Norðurþings sé í því rekstrarformi sem best hentar fyrir þá starfsemi sem sannarlega fer fram innan fyrirtækisins.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Helenu.




Fundargerðin er lögð fram til kynningar.