Vinnuskóli Norðurþings 2012
Málsnúmer 201005028
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 13. fundur - 18.04.2012
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa.
Laun vinnuskólakrakka hækka að meðaltali um 10% á milli ára.
Vinnuskólinn verður starfræktur frá 11.júní til 17.ágúst.
Vinnuskólinn mun verða starfræktur fyrir hádegi allt tímabilið.
Flokkstjórar munu nýtast sem tómstundaleiðbeinendur eftir hádegið.
Bæjarráð Norðurþings - 45. fundur - 09.05.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir auka fjárheimild til að geta boðið upp á fleiri tíma í Vinnuskóla Norðurþings fyrir árgang 1998. Í fjárhagsáætlun fyrir Vinnuskóla Norðurþings er gert ráð fyrir því að árgangur 1998 fái þrjár vinnuvikur. Komið hafa fram óskir þess efnis að árgangurinn fái fleiri vinnuvikur við skólann. Af þeim sökum óskar undirritaður eftir fjárheimild umfram fjárhagsáætlun upp á 1.000.000.- króna til að geta boðið upp á fleiri vinnuvikur við Vinnuskóla Norðurþings fyrir árgang 1998. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um aukafjárveitingu.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 19. fundur - 18.03.2013
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fyrirkomulag sumarins. Laun vinnuskólanemenda hækka um 3% milli ára.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi lagði fram tillögu þess efnis að vinnuskóli Norðurþings sumarið 2012 verði starfræktur á tímabilinu 11.júní - 17.ágúst. Jafnframt lagði tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fram tillögu þess efnis að flokksstjórar vinnuskólans yrðu einnig ráðnir sem frístundaleiðbeinendur. Starfsfyrirkomulagið yrði þannig að hefðbundinn vinnuskóli yrði fyrir hádegi á tímabilinu en eftir hádegi yrði boðið upp á frístundastarf fyrir börn undir 12 ára aldri undir handleiðslu frístundaleiðbeinenda.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir tillöguna.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Sigríði Valdimarsdóttur fyrir veitingar á fundinum. Hún fagnar afmæli sínu í dag.