Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

45. fundur 09. maí 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Soffía Helgadóttir bæjarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Jón Helgi Björnsson formaður
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.796. fundur sjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201205011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 796. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. Aðalfundarboð

Málsnúmer 201205017Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélsags Þingeyinga sem fram fer í Hótel Reynihlíð föstudaginn 18. maí og hefst fundurinn kl. 14:00. Fundurinn hefst að venjulegum aðalfundarstörfum skv. 14. gr samþykkta félagsins. Eftir afhendingu Hvatningarverðlauna AÞ 2012 hefst málþing þar sem m.a. verður fjallað um svæðaskiptingu í ferðaþjónustu og sameiginleg kynningarmál. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins í fundinum og Soffíu Helgadóttir til vara.

3.Boð um þátttöku á Nordic Youth Meeting í Litháen 24.06-30.06 2012.

Málsnúmer 201204042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir auknum fjárheimildum til að senda 4 ungmenni og 1 fararstjóra á samnorræna ráðstefnu í Litháen dagan 24. - 30. júní n.k. En árið 2009 sendi sveitarfélagið 5 ungmenni á samsvarandi viðburði í Álaborg. Heppnaðist það í alla staði mjög vel og eru ungmenni úr þeirri ferð enn í samskiptum við þá erlendu aðila sem tóku þátt í því móti.Ástæða þess að ungmennum úr Norðurþingi er boði á Nordic Youth Meeting eru tengslin við Álaborg en verkefnið er nú skipulagt af aðilum frá Álaborg og samstarfsaðilum í Litháen. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fjallaði um málið á fundi sínum í apríl. Nefndin tók jákvætt í erindið og fól tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna að framgagni þess ásamt því að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs. Áætlaður kostnaður er fyrst og fremst í kringum ferðalagið sjálft, mótshaldarar taka á móti hópnum og sjá um uppihald eftir að til Litháen kemur.Fyrir liggur að ferðalagið geti kostað í kringum 700.000.- krónur en með niðurgreiðslu mótshaldara er áætlað að sveitarfélagið hafi um 350.000.- króna kostnað vegna þessa. Bæjarráð tekur undir með nefndinni um mikilvægi þess að styrkja lýðræðileg samskipti ungmenna en bendir þó á að nýlega hafi verið lokið við fjárhagsáætlun ársins 2012 og því sé nefndinni frjálst að haga áherslum í samræmi við heildarútgjaldaramma sinn. Bæjarráð leggur því til að hagrætt verði í málaflokki tómstunda og æskulýðsmála til að mæta þessari auknu fjárþörf að upphæð 350.000.- krónur.

4.Eyþing fundargerðir 2012

Málsnúmer 201201020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir stjórnar Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Ósk um að kynna verkefnið "Garðarshólmur" fyrir bæjarstjórn

Málsnúmer 201205032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Valgerði Sverrisdóttir, f.h. stjórnar Garðarshólms, þar sem óskað er eftir að fá að kynna verkefnið "Garðarshólm" fyrir bæjarstjórn eins fljótt og aðstæður leyfa. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við bréfritara um verkefnið og tímasetningar slíks kynningarfundar.

6.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Einari Gíslasyni f.h. Húsavíkurstofu vegna Mærudaga 2012

Málsnúmer 201205022Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem fram kemur ósk hans um umsögn vegna leyfisveitngar til handa Einari Gíslasyni f.h. Húsavíkurstofu ehf vegna "Mærudaga 2012". Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

7.Söluheimild eigna, Lyngholt 34-40

Málsnúmer 201101008Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur kauptilboð frá Sigmari Stefánssyni f.h. Trésmiðjunnar Rein ehf. í húsgrunn sveitarfélagsins að Lyngholti 34 -40 á Húsavík. Trésmiðjan Rein ehf. gerir tilboð í sökkla og lóðaréttindi við Lyngholt 34 - 40. Tilboðsupphæð er 6.700.000.- staðgreitt. Gunnlaugur Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð og veitir fjármálastjóra söluheimild eignarinnar samkvæmt tilboði.

8.Vinnuskóli Norðurþings

Málsnúmer 201005028Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir auka fjárheimild til að geta boðið upp á fleiri tíma í Vinnuskóla Norðurþings fyrir árgang 1998. Í fjárhagsáætlun fyrir Vinnuskóla Norðurþings er gert ráð fyrir því að árgangur 1998 fái þrjár vinnuvikur. Komið hafa fram óskir þess efnis að árgangurinn fái fleiri vinnuvikur við skólann. Af þeim sökum óskar undirritaður eftir fjárheimild umfram fjárhagsáætlun upp á 1.000.000.- króna til að geta boðið upp á fleiri vinnuvikur við Vinnuskóla Norðurþings fyrir árgang 1998. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um aukafjárveitingu.

9.Þekkingarnet Þingeyinga-Dreifð byggð, dreifð þjónusta

Málsnúmer 201204054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga þar sem þess er óskað að sveitarfélagið Norðurþing taki þátt í verkefni um uppbyggingu og þróun þjónustukjarna á nokkrum stöðum í Þingeyjarsýslum. Ekki er á þessu stigi nein skuldbinding um mótframlag eða fjárveitingu að hálfu sveitarfélagasins að ræða. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og mun meta fjárhagslega aðkomu að verkefninu á síðari stigum.

10.Atvinnuþróunarfélög Þingeyinga og Eyjafjarðar, boð á stofnfund

Málsnúmer 201205039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boð á stofnfund einkahlutafélags um framkvæmd verkefnis um uppbyggingingaráform Zhongkun Investment Group ( Huang Nubo ) á sviði ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum. Bæjarráð felur Gunnlaugi Stefánssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum sem felur í sér heimild til að samþykkja að gerast stofnaðili að einkahlutafélagi um framkvæmd verkefnisins.

11.Sveinbjörn Gunnlaugsson sækir um lóðina B-12, hesthúslóð, skv. deiliskipulagi i Saltvíkurlandi

Málsnúmer 201205007Vakta málsnúmer




Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. maí s.l. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi:



"Bæjarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að úthluta tveimur lóðum á umræddu svæði.

Lóðarhafar hafa óskað eftir breytingum á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra bygginga.
Ef deiliskipulagi verður breytt mun það að líkindum hafa áhrif á umsótt lóð B-12.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til að afgreiðslu erindis Sveinbjörns verði frestað þar til tekin hefur verið afstaða til breytinga á deiliskipulagi.


Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því við bæjarráð veitt verði auknum fjármunum til skipulagsvinnu svo unnt verði að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis."


Bæjarráð samþykkir beiðni skipulags- og byggingarnefndar um auka fjárveitingu til skipulagsvinnu enda um óverulega upphæðir að ræða.

Fundi slitið - kl. 18:00.