Sveinbjörn Gunnlaugsson sækir um lóðina B-12, hesthúslóð, skv. deiliskipulagi i Saltvíkurlandi
Málsnúmer 201205007
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 92. fundur - 09.05.2012
Bæjarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að úthluta tveimur lóðum á umræddu svæði. Lóðarhafar hafa óskað eftir breytingum á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra bygginga. Ef deiliskipulagi verður breytt mun það að líkindum hafa áhrif á umsótt lóð B-12. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til að afgreiðslu erindis Sveinbjörns verði frestað þar til tekin hefur verið afstaða til breytinga á deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því við bæjarráð veitt verði auknum fjármunum til skipulagsvinnu svo unnt verði að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis.
Bæjarráð Norðurþings - 45. fundur - 09.05.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 92. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. maí s.l. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi:
"Bæjarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að úthluta tveimur lóðum á umræddu svæði.
Lóðarhafar hafa óskað eftir breytingum á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra bygginga.
Ef deiliskipulagi verður breytt mun það að líkindum hafa áhrif á umsótt lóð B-12.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til að afgreiðslu erindis Sveinbjörns verði frestað þar til tekin hefur verið afstaða til breytinga á deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því við bæjarráð veitt verði auknum fjármunum til skipulagsvinnu svo unnt verði að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis."
Bæjarráð samþykkir beiðni skipulags- og byggingarnefndar um auka fjárveitingu til skipulagsvinnu enda um óverulega upphæðir að ræða.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97. fundur - 17.10.2012
Umsækjandi óskar eftir lóð B12 skv. deiliskipulagi hesthúsasvæðis í Saltvík. Úthlutun lóðar B12 fellur ekki að áætlaðri gatnagerð á svæðinu sem sakir standa. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn, að höfðu samráði við umsækjanda og framkvæmda- og hafnafulltrúa Norðurþings, að honum verði úthlutað lóðinni B2 á hesthúsasvæði við Saltvík.
Bæjarstjórn Norðurþings - 18. fundur - 23.10.2012
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 97. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. Umsækjandi óskar eftir lóð B12 skv. deiliskipulagi hesthúsasvæðis í Saltvík.
Úthlutun lóðar B12 fellur ekki að áætlaðri gatnagerð á svæðinu sem sakir standa.
Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn, að höfðu samráði við umsækjanda og framkvæmda- og hafnafulltrúa Norðurþings,
að honum verði úthlutað lóðinni B2 á hesthúsasvæði við Saltvík. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.
Úthlutun lóðar B12 fellur ekki að áætlaðri gatnagerð á svæðinu sem sakir standa.
Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn, að höfðu samráði við umsækjanda og framkvæmda- og hafnafulltrúa Norðurþings,
að honum verði úthlutað lóðinni B2 á hesthúsasvæði við Saltvík. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.