Boð um þátttöku á Nordic Youth Meeting í Litháen 24.06-30.06 2012.
Málsnúmer 201204042
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 13. fundur - 18.04.2012
Tómstunda- og æskulýðsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að vinna að framgangi málsins. Nefndin felur jafnframt tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs þegar kostnaðartölur liggja fyrir.
Bæjarráð Norðurþings - 45. fundur - 09.05.2012
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá tómstunda- og æskulýðsfulltrúa þar sem óskað er eftir auknum fjárheimildum til að senda 4 ungmenni og 1 fararstjóra á samnorræna ráðstefnu í Litháen dagan 24. - 30. júní n.k. En árið 2009 sendi sveitarfélagið 5 ungmenni á samsvarandi viðburði í Álaborg. Heppnaðist það í alla staði mjög vel og eru ungmenni úr þeirri ferð enn í samskiptum við þá erlendu aðila sem tóku þátt í því móti.Ástæða þess að ungmennum úr Norðurþingi er boði á Nordic Youth Meeting eru tengslin við Álaborg en verkefnið er nú skipulagt af aðilum frá Álaborg og samstarfsaðilum í Litháen. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fjallaði um málið á fundi sínum í apríl. Nefndin tók jákvætt í erindið og fól tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að vinna að framgagni þess ásamt því að sækja um aukafjárveitingu til bæjarráðs. Áætlaður kostnaður er fyrst og fremst í kringum ferðalagið sjálft, mótshaldarar taka á móti hópnum og sjá um uppihald eftir að til Litháen kemur.Fyrir liggur að ferðalagið geti kostað í kringum 700.000.- krónur en með niðurgreiðslu mótshaldara er áætlað að sveitarfélagið hafi um 350.000.- króna kostnað vegna þessa. Bæjarráð tekur undir með nefndinni um mikilvægi þess að styrkja lýðræðileg samskipti ungmenna en bendir þó á að nýlega hafi verið lokið við fjárhagsáætlun ársins 2012 og því sé nefndinni frjálst að haga áherslum í samræmi við heildarútgjaldaramma sinn. Bæjarráð leggur því til að hagrætt verði í málaflokki tómstunda og æskulýðsmála til að mæta þessari auknu fjárþörf að upphæð 350.000.- krónur.