Fara í efni

Hugmundir að byggingu gervigrasvallar á Húsavík

Málsnúmer 201009063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 39. fundur - 23.02.2012


Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings um uppbyggingu og rekstur gervigrasvallar á Húsavík. Samkvæmt samningnum mun Orkuveita Húsavíkur ohf. eiga og sjá um rekstur á lagna-, raf-, dælukerfi og fráveitu tengdri framkvæmdinni.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi samningur verði samþykkur. Að fengnu samþykki bæjarstjórnar Norðurþings mun verkefnið boðið út samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum.

Bæjarstjórn Norðurþings - 12. fundur - 28.02.2012



Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 39. fundi bæjarráðs þann 23. febrúar s.l.
Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs:



"Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings um uppbyggingu og rekstur gervigrasvallar á Húsavík. Samkvæmt samningnum mun Orkuveita Húsavíkur ohf. eiga og sjá um rekstur á lagna, raf, dælukerfi og fráveitu tengdri framkvæmdinni.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi samningur verði samþykktur. Að fengnu samþykki bæjarstjórnar Norðurþings mun verkefnið boðið út samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum".

Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Jón Helgi, Bergur, Þráinn og Trausti.

Fyrirliggjandi samningur samþykktur samhljóða.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 26. fundur - 13.02.2013

Rætt um framgang verksins. Áki Hauksson, fulltrúi þinglistans, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúi Þinglistans leggur til að ráðinn verði lögfræðingur til að gæta annars-vega hagsmuna Norðurþings í vallarhúsbyggingu við gervigrasvöllinn og hinsvegar verði réttarstaða Norðurþings könnuð hvað varðar ábyrgð hönnuða vegna sömu byggingar.


Greinagerð með erindi mínu á Framkvæmda og hafnefndarfundi þann 13 febrúar.

Eftir þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér stenst vallarhúsið nýja við gervigrasvöllinn á Húsavík sem hannað er af Mannvit verkfræðistofu ekki reglur Knattspyrnusambands Íslands. Fyrirséð er að mikill kostnaður mun koma til við að lagfæra húsið svo það standist þær kröfur sem KSÍ gerir til slíkra vallarhúsa. Full ástæða er til að bæjarráð gæti hagsmuna sveitarfélagsins og fyrirtækja í eigu þess í þessu tilfelli Orkuveitu Húsavíkur OHF sem á og byggir vallarhúsið í hvívetna þar sem Orkuveita Húsavíkur er í fullri eigu sveitarfélagsins Norðurþings. Því legg ég til að ráðinn verði lögfræðingur til að gæta hagsmuna og réttarstöðu Norðurþings gagnvart Mannvit verkfræðistofu sem er hönnuður vallarhússins. Það er trú mína að Framkvæmda og hafnanefnd sem og ráðamenn Norðurþings hafi þungar áhyggjur af framvindun mála hvað varðar vallarhúsið nýja við gervigrasvöllin og komi til með að samþykkja þetta erindi mitt sem liggur fyrir í Framkvæmda og hafnanefnd um að ráða lögfræðing til að gæta hagsmuna og réttarstöðu sveitarfélagsins gagnvart hönnuði vallarhússins.


Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir áhyggjur fulltrúa Þinglistans og samþykkir að beina því til við stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem er verkkaupi, að taka málið til umfjöllunar í stjórn fyrirtækisins.