Bæjarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Frá Þingeyjarsveit varðandi samstarfssamning um rekstur Hafralækjarskóla
Málsnúmer 201112027Vakta málsnúmer
2.Frá Eftirlistnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Málsnúmer 201109073Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Eftirlitsnefndin, eins og lög segja til um, ber að óskar eftir upplýsingum frá sveitarfélögum sem ekki hafa náð því markmiði að takmarka skuldahlutfall sitt innan ramma laganna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi nefndarinnar.
3.Hugmundir að byggingu gervigrasvallar á Húsavík
Málsnúmer 201009063Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur samningur milli Orkuveitu Húsavíkur og Norðurþings um uppbyggingu og rekstur gervigrasvallar á Húsavík. Samkvæmt samningnum mun Orkuveita Húsavíkur ohf. eiga og sjá um rekstur á lagna-, raf-, dælukerfi og fráveitu tengdri framkvæmdinni.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi samningur verði samþykkur. Að fengnu samþykki bæjarstjórnar Norðurþings mun verkefnið boðið út samkvæmt fyrirliggjandi útboðsgögnum.
4.Frá Rarik varðandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald
Málsnúmer 201201054Vakta málsnúmer
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Rarik varðandi viðhaldsgjald fyrir götulýsingu og breytt eignarhald.
Erindið er lagt fram til kynningar.
Erindið er lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:35.
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Þingeyjarsveit varðandi drög að samstarfssamning um rekstur Hafralækjaskóla. Um er að ræða þrjá samninga.
1. Samkomulag milli Þingeyjarsveitar og Norðurþings um eignir Norðurþings í Hafralækjaskóla og Ýdölum í Aðaldal.
2. Þjónustusamningur vegna nemenda úr Norðurþingi sem stunda nám í Hafralækjaskóla.
3. Samkomulag milli Þingeyjarsveitar og Norðurþings um rekstur Hafralækjaskóla í Þingeyjarsveit. Í gildi er samstarfssamningur um rekstur Hafralækjaskóla í Aðaldal milli sveitarfélaganna í Þingeyjarsveit og Norðurþings. Gildistími samningsins er 1/9 2009 til 31/7 2013. Þingeyjarsveit hefur með skriflegum hætti óskað eftir endurskoðun samningsins. Þingeyjarsveit og Norðurþing eru sammála um að slíta samningnum frá og með 1. ágúst 2012 með eftirfarandi hætti.
Þingeyjarsveit tekur fulla ábyrgð á rekstri og stjórnun Hafralækjaskóla frá og með 1/8 2012. Nemendur úr Norðurþingi hafi aðgang að námi við Hafralækjaskóla samkvæmt sérstöku samkomulagi þar um.
Bæjarráð heimilar bæjarrstjóra að undirrita framangreinda samninga.