Veraldarvinir, ósk um samstarf
Málsnúmer 201012008
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012
Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem setja umhverfismál í öndvegi og óska eftir samstarfi við Norðurþing. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt verkstjórum og garðyrkjustjóra að kanna möguleg verkefni.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 26. fundur - 13.02.2013
Á 23. fundi f&h þann 14. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá Veraldarvinum þar sem óskað var eftir samstarfi við Norðurþing.Framkvæmda- og hafnanefnd tók jákvætt í erindið og fól framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt verkstjórum og garðyrkjustjóra að kanna möguleg verkefni. Niðurstaða þeirrar könnunar er sú að ekki liggi fyrir hentug verkefni að þessu sinni. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Veraldarvinum fyrir áhuga á samstarfi við Norðurþing. Í ljósi niðurstöðu fyrrgreindrar könnunar afþakkar nefndin boð um samstarf að sinni.