Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

23. fundur 14. nóvember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Arnþrúður Dagsdóttir varamaður
  • Stefán Sigurður Stefánsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.351. fundur stjórnar Hafnasambands íslands

Málsnúmer 201210089Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.OpenStreetMap, ósk um aðgang að gögnum

Málsnúmer 201209036Vakta málsnúmer

OpenStreetMap er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að kortleggja heiminn og veita frjálsan aðgang að kortagögnum án endurgjalds. Óskað er eftir aðgangi að gögnum sem Norðurþing býr yfir. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í að OneStreetMap nýti sér gögn sem Norðurþing á en mun ekki leggja í auka vinnu við að útvega þau.

3.Stefán Pétursson f.h. Fjallskilasjóðs Öxarfjarðar sækir um styrk til uppbyggingar á Sandfellshagarétt

Málsnúmer 201208038Vakta málsnúmer

Erindi þetta var fyrst tekið fyrir í f&h á 22. fundi nefndarinnar, 17.okt. sl og þá frestað. Framkvæmda- og hafnanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu.

4.Veraldarvinir, ósk um samstarf

Málsnúmer 201012008Vakta málsnúmer

Veraldarvinir eru íslensk félagasamtök sem setja umhverfismál í öndvegi og óska eftir samstarfi við Norðurþing. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt verkstjórum og garðyrkjustjóra að kanna möguleg verkefni.

5.Þráinn Ómar Sigtryggsson og Einar Ófeigur Björnsson f.h. fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi, sækja um styrk vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði

Málsnúmer 201210102Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum styrkumsókn frá fjallskilastjórum í Kelduhverfi og Reykjahverfi vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum í þessum sveitum. Erindið var fyrst tekið fyrir í bæjarráði sem vísaði því til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu þar til uppgjör Bjargráðasjóðs liggur fyrir.

6.Snjómokstur á Húsavík

Málsnúmer 201211035Vakta málsnúmer

Rætt um framkvæmd snjómoksturs á Húsavík og áherslur í því sambandi.Hjálmar Bogi leggur fram tillögu um að aukin áhersla verði lögð á snjómokstur fyrir gangandi umferð. Ávinningur: Hvetur til þess að fólk gangi meira og skilji bílinn eftir heima, aukið öryggi, heilsusamlegra og aukin samskipti á götum úti. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur undir þessa tillögu Hjálmars Boga og að tækjakaup taki mið af því í framtíðinni.

7.Endurbygging Suðurgarðs á Húsavík

Málsnúmer 201205018Vakta málsnúmer

Hafnastjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Í drögum að útboðs og verklýsingu er reiknað með að útboðsgögn verði tilbúin í þessari viku. Verkið auglýst og tilboðum skilað fyrir næstu mánaðamót og verkinu lokið 1. júní 2013. Lagt fram til kynningar.

8.Jóhannes Árnason, Höskuldarnesi, óskar eftir að fá á leigu lóð á Röndinni, Kópaskeri

Málsnúmer 201211036Vakta málsnúmer

RSNÞ ehf. kt. 431093-2319 sækir um að fá leigða geymslulóð á Röndinni á Kópaskeri. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í að RSNÞ fái geymslulóð á svæðinu og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ræða við umsækjanda og eigendur að því dóti sem á svæðinu er.

9.Artsave - umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Jennifer Flume og Marcel Meury, fyrir hönd Artsave, óska eftir samstarfi við Norðurþing. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem um sextán listamenn munu starfa. Óskað er eftir að Norðurþing útvegi sýningarhúsnæði, án endurgjalds, frá 1. apríl - 10. júní 2013 og frá 27. september - 17. nóvember. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í að útvega húsnæði og felur hafnarverði og hafnastjóra að láta tæma verbúð sem staðið hefur ónotuð að undanförnu.

10.Fjárhagsáætlun - framkvæmda- og hafnanefnd 2013

Málsnúmer 201209023Vakta málsnúmer

Rætt um gjaldskrármál. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi leggur til að gjaldskrár tilheyrandi málaflokkum 07, 08, 10 og 11, sem ekki eru þegar vísitölutengdar eða breytt sérstaklega, hækki milli ára í samræmi við vísitölu neysluverðs. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram drög að sorpgjaldskrá vegna búrekstrar.

Fundi slitið - kl. 16:00.