OpenStreetMap, ósk um aðgang að gögnum
Málsnúmer 201209036
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012
OpenStreetMap er alþjóðlegt verkefni sem snýst um að kortleggja heiminn og veita frjálsan aðgang að kortagögnum án endurgjalds. Óskað er eftir aðgangi að gögnum sem Norðurþing býr yfir. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í að OneStreetMap nýti sér gögn sem Norðurþing á en mun ekki leggja í auka vinnu við að útvega þau.