Þráinn Ómar Sigtryggsson og Einar Ófeigur Björnsson f.h. fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi, sækja um styrk vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði
Málsnúmer 201210102
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012
Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá fulltrúum fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði. Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012
Fyrir fundinum styrkumsókn frá fjallskilastjórum í Kelduhverfi og Reykjahverfi vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum í þessum sveitum. Erindið var fyrst tekið fyrir í bæjarráði sem vísaði því til umfjöllunar í framkvæmda- og hafnanefnd. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar erindinu þar til uppgjör Bjargráðasjóðs liggur fyrir.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 24. fundur - 12.12.2012
Erindið var tekið fyrir á fundi f&h -nefndar þann 14. nóvember sl. en afgreiðslu frestað.Nefndin fór yfir ný gögn varðandi kostnað.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 25. fundur - 16.01.2013
Þetta mál var áður tekið fyrir í nefndinni 14. nóvember 2012 og 12. desember 2012 en afgreiðslu frestað þá. Meirihluti framkvæmda- og hafnanefndar hafnar erindinu. Hjálmar Bogi er ósammála þessari afgreiðslu nefndarinnar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41. fundur - 14.05.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá fjallskiladeildum í Kelduhverfi og Reykjahverfi þar sem óskað er eftir styrk vegna aukakostnaðar við göngur, leitir og fjallskil frá september 2012.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að leggja til 500.000.- krónur í hvora fjallskiladeild.