Fjárhagsáætlun - framkvæmda- og hafnanefnd 2013
Málsnúmer 201209023
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir nýju umhverfi hvað varðar fjárhagsáætlanagerð sveitarfélaga.Kynnt var skipting útgjaldaramma 2014 vegna málaflokka 7, 8, 10 og 11.Farið yfir málefni hafnasjóðs Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skiptingu útgjaldaramma en gerir fyrirvara um tekjulið slökkviliðsins og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna drög að fjárhagsáætlun ofangreindra málaflokka og leggja fyrir nefndina.Nefndin felur hafnastjóra að ganga frá fjárhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2012. Einnig felur nefndinhafnastjóra að gera tillögu að gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings og leggja fyrir nefndina.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 23. fundur - 14.11.2012
Rætt um gjaldskrármál. Framkvæmda- og þjónustufulltrúi leggur til að gjaldskrár tilheyrandi málaflokkum 07, 08, 10 og 11, sem ekki eru þegar vísitölutengdar eða breytt sérstaklega, hækki milli ára í samræmi við vísitölu neysluverðs. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram drög að sorpgjaldskrá vegna búrekstrar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 25. fundur - 16.01.2013
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir hafnir Norðurþings vegna ársins 2013. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir framlagða gjaldskrá enda tekur hún mið af verðlagsbreytingum.