Guðmundur Þ. Kristjánsson, ósk um afnot af landi fyrir dúfur, hænur og kanínur
Málsnúmer 201012083
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 18. fundur - 09.05.2012
Guðmundur Þráinn, fyrir hönd Bréfdúfnafélags Íslands, sótti í janúar 2011 um landsvæði fyrir dúfur, hænur og kanínur. Erfiðlega hefur gengið að finna svæði sem hentar. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að heimila slíka starfsemi á svæði við gróðurhúsin neðan Ásgarðs. Staðsetning og allar framkvæmdir skulu samþykktar af garðyrkjustjóra sem einnig mun hafa eftirlit með umgengni. Nefndin mun óska eftir greinargerð garðyrkjustjóra eftir eitt ár og þá verður tekin afstaða um framhald.