Bílastæði í miðbæ Húsavíkur
Málsnúmer 201105017
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 19. fundur - 13.06.2012
Rætt um fyrirkomulag og notkun bílastæði í miðbæ Húsavíkur. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að setja skilti með tímamörkum á bílastæði vestan Garðarsbrautar ofan verbúðar norður til og með Nausts.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22. fundur - 17.10.2012
Friðrik Sigurðsson kom á fund nefndarinnar og kynnti niðurstöður óformlegrar könnunar sem hann gerði sl. sumar í miðbæ Húsavíkur á ökulagni og þekkingu hópferðabílstjóra á umferðarreglum. Einnig kynnti hann fyrir nefndinni tillögur að úrbótum á aðstöðu fyrir hópferðabíla í miðbænum og ræddi um merkingar á bílastæðum og mögleika á stofnun bílastæðasjóðs Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Friðrik fyrir ágæta kynningu og mun taka ábendingar hans til athugunar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013
Farið yfir bílastæðamál í miðbæ Húsavíkur. Framkvæmda- og hafnanefnd telur að bæta þurfi merkingu sem vísar á almenningsbílastæði. Nefndin hvetur jafnframt lögregluyfirvöld til að bæta eftirlit með því að ökutækjum sé lagt löglega.