Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings
Dagskrá
1.Slökkvilið Húsavíkur
Málsnúmer 201004060Vakta málsnúmer
Farið yfir málefni slökkviliðanna í Norðurþingi. F&H nefnd samþykkir eftirfarandi tillögu í fjórum liðum: 1) Farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir slökkviliðin í Norðurþingi með það að markmiði að einn slökkviliðsstjóri verði starfandi í sveitarfélaginu með þrjá útkallsstaði.2) Gerð verður fimm ára áætlun um endurnýjun búnaðar.3) Við gerð fjárhagsáætlunar verði sérstaklega veitt fé til málaflokksins.4) Nefndin óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 4 milljónir til bæjarráðs nú þegar. Nefndin felur Þránni Gunnarssyni, Jóni Grímssyni og Áka Haukssyni ásamt slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra á Húsavík að vinna drög að stefnumótun er varðar brunamál í sveitarfélaginu. Áki, óskar bókað."Gott er að meirihluti f&h sjái nú hversu brýn þörf er fyrir að öryggismál slökkviliðsins sé í lagi. Fulltrui Þinglistans hefur oft bent á að þessi mál eru í ólestri og tekur undir með meirihlutanum að fá fjárveitingu upp á 4 milljónir strax inn í slökkviliðið til að taka á nauðsynlegum öryggisþáttum þess".
2.346. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands
Málsnúmer 201205057Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
3.Dagur íslenskrar náttúru 16. september 2012
Málsnúmer 201205108Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni lá bréf frá Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra f.h. Umhverfisráðuneytisins þar sem fyrir liggur að "Dagur íslenskrar náttúru" verður 16. september 2012.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að afhenda umhverfisverðlaun Norðurþings af þessu tilefni.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að afhenda umhverfisverðlaun Norðurþings af þessu tilefni.
4.Frá Iðnaðarráðuneyti varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð
Málsnúmer 201204002Vakta málsnúmer
Í bréfi frá iðnaðarráðuneyti er athygli hagsmunaaðila vakin á að þann 1. febrúar sl. hafi alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni ákvarðanir þar um. Nefndin skal skila tillögu til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012.Nefndin vill með bréfinu hvetja alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar, sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð, til nefndarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna enda umsagnarfrestur liðinn.
5.Frá Umhverfisstofnun varðandi áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum
Málsnúmer 201112004Vakta málsnúmer
Borist hafa athugasemdir Umhverfisstofnunar vegna "Áætlana Norðurþings um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa.Stofnunin telur ánægjulegt hversu fljótt áætluninni var skilað til staðfestingar og telur að í þeim komi fram flest þeirra atriða sem fram eiga að koma í slíkum áætlunum en telur þó að gera þurfi á þeim smávægilegar breytingar sem upp eru taldar. Brugðist hefur verið við athugasemdunum og ný útgáfa verður send ráðuneytinu. Lagt fram til kynningar.
6.GPG fiskverkun óskar eftir stækkun á athafnasvæði félagsins á Húsavík til vesturs
Málsnúmer 201205105Vakta málsnúmer
G.P.G Fiskverkun óskar eftir stækkun á athafnasvæði félagsins á Húsavík til vesturs þannig að grjótgarður vestan lóðar félagsins verði færður vestar og ný uppfylling gerð. Óskað er eftir að þessi breyting verði gerð fyrir lok árs 2012. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að sækja um fjármuni til verkefnisins til Siglingastofnunar.
7.Helga Björg Sigurðardóttir óskar eftir leigu á verbúð
Málsnúmer 201206034Vakta málsnúmer
Helga óskar eftir viðræðum við framkvæmda- og hafnanefnd um mögulega leigu á næst syðstu verbúðinni á Húsavík e.h. fyrir vinnustofu, námskeiðahald, fyrirlestra, hugleiðslu og jóga. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að leigja Helgu verbúðina og felur hafnastjóra að ræða við umsækjanda um leigukjör og leigutíma.
8.Magnea Magnúsdóttir óskar eftir kaupum á húsinu Sæblik á Raufarhöfn
Málsnúmer 201205099Vakta málsnúmer
Magnea óskar eftir að fá keypt húsið Sæblik á Raufarhöfn sem er eign Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd veitir umsjónarmanni fasteigna umboð til að ganga til samninga við Magneu um kaup á húsinu á sömu forsendum og gert var við sölu Aðalbrautar 37 á Raufarhöfn.
9.Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun vekja athygli á lögum um efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
Málsnúmer 201206020Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun vekja með bréfi athygli sveitarfélaga á lagaákvæðum sem snerta efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.Stofnanirnar hvetja sveitarstjórnir til þess að ganga nú þegar úr skugga um að öll efnistaka sem lagaákvæðin eiga við uppfylli kröfu um framkvæmdaleyfi.Í þeim tilvikum þar sem sem framkvæmdaleyfi er ekki í gildi verði efnistaka stöðvuð þar til leyfi hefur verið gefið út en í einhverjum tilvikum er þó svigrúm hvað þetta varðar til 1. júlí næstkomandi. Lagt fram til kynningar.
10.Umhverfismál á Kópaskeri
Málsnúmer 201206038Vakta málsnúmer
Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skilgreina geymslusvæði við Kópasker og koma með tillögu á næsta fundi. Nefndin felur f&þ fulltrúa einnig að skilgreina og láta merkja akstursleið að gámasvæði við Kópaskershöfn.
11.Minnisblað frá Siglingastofnun vegna bakka á Bökugarði
Málsnúmer 201206037Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað Siglingastofnunar frá 24.04.12 um framkvæmdir Bökugarð gangi hugmyndir þýska fyrirtækisins PCC um vinnslu kísilmálms á Bakka eftir. Lagt fram til kynningar.
12.Indriði E. Hilmarsson sækir um styrk í formi beitar fyrir hross
Málsnúmer 201206035Vakta málsnúmer
Indriði hyggst starfrækja hestaleigu í smáum stíl á Raufarhöfn í sumar og fer þess á leit við sveitarfélagið að það veiti honum styrk í formi beitar fyrir 8-10 hross. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar erindinu.
13.Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012
Málsnúmer 201201035Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá tilboð frá "basalt arkitektar" í hönnun nýs eldhúss við Borgarhólsskóla. Framkvæmda- og hafnanefnd áréttar að ekki hafi verið samþykkt að ráðast í verkið og ekki veitt fé til þess.Nefndin óskar eftir að bæjarráð veiti fé til hönnunar nýbyggingarinnar og breytinga á eldra húsi.
14.Bílastæði í miðbæ Húsavíkur
Málsnúmer 201105017Vakta málsnúmer
Rætt um fyrirkomulag og notkun bílastæði í miðbæ Húsavíkur. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að setja skilti með tímamörkum á bílastæði vestan Garðarsbrautar ofan verbúðar norður til og með Nausts.
15.Landleigusamningur við Akursel ehf.
Málsnúmer 201206048Vakta málsnúmer
Umsókn frá Akurseli ehf. um leigusamning fyrir það land sem fyrirtækið hefur nýtt á undanförnum árum til gulrótaræktunar. Um er að ræða ca. 2 ha. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að leigja Akurseli ehf. umrætt land samkv. leigusamningi B.
Fundi slitið - kl. 16:00.