Frá Iðnaðarráðuneyti varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð
Málsnúmer 201204002
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 43. fundur - 18.04.2012
Fyrir bæjarráði liggur bréf frá iðnaðarráðuneytinu þar sem fram kemur að iðanaðarráðherra, í samráði við umhverfisráðherra var falið að skipa nefnd er móta á stefnu um lagningu raflína í jörð. Nefndin skal skila tillögum til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012.Nefndin vill með bréfi þessu hverja alla sem hagsmuna eigi að gæta og aðra sem áhuga hafa, að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð til nefndarinnar. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar framkvæmda- og hafnanefndar og skipulags- og bygginganefndar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 19. fundur - 13.06.2012
Í bréfi frá iðnaðarráðuneyti er athygli hagsmunaaðila vakin á að þann 1. febrúar sl. hafi alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni ákvarðanir þar um. Nefndin skal skila tillögu til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012.Nefndin vill með bréfinu hvetja alla sem hagsmuna eiga að gæta og aðra sem áhuga hafa til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar, sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð, til nefndarinnar. Framkvæmda- og hafnanefnd sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við tillöguna enda umsagnarfrestur liðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012
Bæjarráð hefur óskað eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar varðandi mótun stefnu um lagningu raflína í jörð. Í bréfi frá iðnaðarráðuneyti er athygli hagsmunaaðila vakin á að þann 1. febrúar sl. hafi alþingi samþykkt þingsályktunartillögu þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð og þau sjónarmið sem taka ber mið af hverju sinni ákvarðanir þar um. Nefndin skal skila tillögu til iðnaðarráðherra fyrir 20. september 2012.Nefndin vill með bréfinu hvetja alla sem hagsmuna eiga að gæta
og aðra sem áhuga hafa til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar, sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð, til nefndarinnar.
Erindi til Norðurþings fylgdi ekki afrit tillögunnar og ekki tókst nefndinni að finna hana á vef ráðuneytisins. Nefndin hefur því ekki haft tök á að kynna sér hana til umsagnar.
og aðra sem áhuga hafa til að kynna sér þingsályktunartillöguna og senda athugasemdir og ábendingar, sem varða mótun stefnu um raflínur í jörð, til nefndarinnar.
Erindi til Norðurþings fylgdi ekki afrit tillögunnar og ekki tókst nefndinni að finna hana á vef ráðuneytisins. Nefndin hefur því ekki haft tök á að kynna sér hana til umsagnar.