Lánasjóður sveitarfélaga ohf
Málsnúmer 201109047
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð ásamt dagskrá Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., fyrir árið 2012. Aðalfundurinn verður haldinn föstudaginn 15. mars, kl. 16:00 á Grand Hóteli Reykjavík. Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2011. Fundurinn fer fram föstudaginn 23. mars n.k. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðir) og hefst hann kl. 16:00
Um framkvæmd á kjöri á aðalfundi fer samkvæmt ákvæðum hlutfélagslaga. Framkvæmdastjóri sveitarfélags hefur umboð til að fara með atkvæði á hluthafafundi nema annað sé ákveðið í sveitarstjórn. Ef annar en framkvæmdastjóri á að fara með atkvæðisrétt þarf viðkomandi að hafa til þess skriflegt umboð. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn skv. hlutafélagalögum nr. 2/1995
Dagskráin lögð fram til kynningar.