Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

40. fundur 08. mars 2012 kl. 17:00 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Styrkumsókn frá íþróttafélaginu G-44, Qeqertarsuaq, Grænlandi

Málsnúmer 201203020Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur umsókn frá íþróttafélaginu G-44, Qeqertarsuaq í Grænlandi. Félagið hyggst efla knattspyrnuiðkun unglinga í náinni framtíð. Félaglið G-44 hafa allt frá árinu 2008 staðið sig afar vel í landsmótum á Grænlandi og eru í dag á meðal bestu liða þar í landi. Fimm leikmenn hafa verið í landsliðsúrtaki síðan 2011. Félagið hefur lagt töluvert mikið í forvarnarstarf til að ná markmiðum sínum.
Félagið óskar eftir fjárstyrk að upphæð 15.000.- til 20.000.- DKr.
Heildarkostnaður við rekstur félagsins er um 140.000.- DKr. á ári.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að þessu sinni.

2.Lánasjóður sveitarfélaga ohf

Málsnúmer 201109047Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2011. Fundurinn fer fram föstudaginn 23. mars n.k. á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðir) og hefst hann kl. 16:00

Um framkvæmd á kjöri á aðalfundi fer samkvæmt ákvæðum hlutfélagslaga. Framkvæmdastjóri sveitarfélags hefur umboð til að fara með atkvæði á hluthafafundi nema annað sé ákveðið í sveitarstjórn. Ef annar en framkvæmdastjóri á að fara með atkvæðisrétt þarf viðkomandi að hafa til þess skriflegt umboð. Vakin er athygli á því að allir sveitarstjórnarmenn eiga rétt á að sækja aðalfundinn skv. hlutafélagalögum nr. 2/1995

Dagskráin lögð fram til kynningar.

3.Hilmar Dúi Björgvinsson sækir um f.h. Kirkjugarða Húsavíkur, afslátt af fasteignagjöldum

Málsnúmer 201203013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hilmari Dúa Björgvinssyni, f.h. Kirkjugarða Húsavíkur þar sem óskað er eftir lækkun eða afslætti af fasteignagjöldum ársins 2012 á Kirkjbæ/Baldursbrekku 22 á Húsavík. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

4.Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins

Málsnúmer 201201053Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur boð á málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Málþingið er haldið í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri.

Erindið lagt fram til kynningar.

5.Eyþing fundargerðir 2012

Málsnúmer 201201020Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 227. fundar stjórnar Eyþings sem fram fór þriðjudaginn 31. janúar á Akureyri.


Lagt fram til kynningar.

6.Mál varðandi stóriðju á Bakka

Málsnúmer 201012092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur kynning á Greiningu innviða á Norðausturlandi sem unnin var af Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Greiningin er unnin vegna undirbúnings að uppbyggingu orkufreks iðnaðar í héraði skv. viljayfirlýsingu stjórnvalda og sveitarfélaganna á svæðinu dagsett 25. maí 2011. Vinna við skýrsluna var lokið í febrúar 2012. Meðal efnis skýrslunnar er:1. Skilgreining athugunarsvæðis.2. Skipulagsmál og landnotkun.3. Mat á umhverfisáhrifum.4. Orkumál.5. Umhverfisþættir.6. Aðstæður til mannvirkjagerðar.7. Samgöngur og flutningar.8. Vinnumarkaður.9. Þjónusta.10. Samkeppnisstaða.11. Skattar og ívilnanir.12. Myndskrá.13. Töfluskrá.14. Heimildir. Skýrslan lögð fram til kynningar. Einnig fór Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri yfir verkefnin sem snúa að uppbyggingu á Bakka og þá aðila sem áhuga hafa sýnt á framkvæmdum þar. Unnið er að gerð lóðaleigusamnings og hafnarsamnings fyrir PCC.

7.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012

Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur til samþykktar afgreiðsla hluthafafundar Sorpsamlags Þingeyinga hf. sem fram fór þann 28. febrúar s.l. og varðar heimild til hlutafjáraukningu fyrir allt að 50. m.kr.
Hlutur Norðurþings í hlutafjáraukningunni er 32,8 m.kr.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hlutafjáraukningu enda var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun ársins 2012.

8.Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur 112. mál

Málsnúmer 201202085Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni velferðarnefndar á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997. Flutningsmaður.: Guðmundur Steingrímsson.

Bæjarráð vísar erindinu til félags- og barnaverndanefndar til umsagnar.

9.Fundargerðir Sambands orkusveitarfélaga 2012

Málsnúmer 201202084Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sambands orkusveitarfélaga sem fór fram þann 17. febrúar s.l. í Blönduvirkjun. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.794. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

Málsnúmer 201202083Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 794. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 24. febrúar s.l.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, ósk um umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, 258. mál

Málsnúmer 201202077Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni umhverfis- og samgöngunefndar á frumvarpi til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2001. Flutningsmenn.: Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir.

Lagt fram til kynningar.

12.Auglýst eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 201202076Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Um framboð og kjör til stjórnar gilda hlutafélagslög nr. 2/1995, og lög um fjármálafyrirtæki 161/2002. Kjörnefnd óskar eftir því að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að þeim gefist tími til að skila inn framboði.

Erindið lagt fram til kynningar.

13.XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201202041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur boð á XXVI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður föstudaginn 23. mars n.k. á Hótel Reykjavík Natura ( Loftleiðir ) í Reykjavík og hefst kl. 09:30. Yfirskrift landsþingsins er - Efst á baugi - Íbúalýðræði - efling sveitarstjórnarstigsins - NPA. Norðurþing á tvo aðalfulltrúa og tvo varafulltrúa. Aðalfulltrúar eru:Jón Helgi BjörnssonGunnlaugur Stefánsson Varafulltrúar eru:Þráinn GunnarssonTrausti Aðalsteinsson Erindið lagt fram til kynningar.

14.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer


Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 97. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór miðvikudaginn 22. febrúar s.l.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Stoðkerfi atvinnulífsins

Málsnúmer 201203030Vakta málsnúmer



Fyrir bæjarráði liggur til kynningar minnisblað er varðar stoðkerfi atvinnulífs í Þingeyjarsýslu.

Minnisblaðið lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:50.