Erindi frá Búseta varðandi frágang bílastæða norðan við Garðarsbraut 73, Húsavík
Málsnúmer 201203018
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 91. fundur - 18.04.2012
Búseti skorar á yfirvöld skipulags- og byggingarmála í Norðurþingi að hlutast til um að gengið verði frá bílastæðum að Garðarsbraut 73 á Húsavík. Ennfremur er hvatt til þess að hliðrað verði til lóðarmörkum þannig að komið verði til móts við eigendur Garðarsbrautar 71. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings telur ekki tilefni til að hlutast til um tilfærslu lóðarmarka milli Garðarsbrautar 71 og 73, enda þau skilgreind í þinglýstum lóðarleigusamningum. Nefndin er heldur ekki tilbúin í að hafa afskipti af frágangi einstakra bílastæða á þessu stigi.